Hildur Þórisdóttir

Kæru félagar.

Ég heiti Hildur Þórisdóttir og býð mig fram til starfa í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar.

Ég er 37 ára og bý á Seyðisfirði. Maðurinn minn heitir Bjarki Borgþórsson og er lögreglumaður og starfsmaður Veðurstofu Íslands. Við eigum saman 7 ára gamlan dreng sem heitir Fjölnir.

Ég er með meistaragráðu í Mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og hef sinnt starfi forseta bæjarstjórnar á Seyðisfirði, er oddviti Austurlistans og sit í sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi.

Ég sit í stjórn SSA og Austurbrúar auk þess að vera formaður Samfylkingarfélagsins á Seyðisfirði. Auk þess hef ég rekið vefverslun síðustu ár.

Ég trúi því að jöfnuður og réttlátt samfélag gefi af sér heilbrigðan jarðveg fyrir alla til að þroska getu og hæfileika sína. Ég er landsbyggðarkona með brennandi áhuga á nýsköpun, mennta- og jafnréttismálum. Ég er lausnamiðuð, skapandi og brenn fyrir betra samfélagi og vil leggja mitt af mörkum til að styrkja Samfylkinguna enn frekar!

Ég óska eftir stuðningi við framboð mitt í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar.