Góðir félagar í Samfylkingunni.

 Ég býð mig fram til setu í flokksstjórn til þess að leggja mitt af mörkum og vinna að framgangi jafnaðarstefnu á Íslandi.

 Ég hef verið í Samfylkingunni frá stofnun, þar áður í FFJ en síðan í SffR. Ég hef verið tekið þátt í starfi menntamálanefndar um langt árabil og á seinni árum starfi 60+ og skrifað nokkrar blaðagreinar til stuðnings jafnaðarmannaflokki Íslands, Samfylkingunni. Ég er nú í fræðslunefnd flokksins. Mín áhugamál eru m.a. fræðsla flokksfélaga og annarra um grundvallarhugsjónir og gildi jafnaðarstefnu, velferðarmál og Evrópumál. Í hönd fer ár þar sem Samfylkingin getur með öflugu starfi náð lykilstöðu í íslenskum stjórnmálum og leitt ríkisstjórn umbóta og jöfnuðar að loknum kosningum að ári. Til þess þarf að efla starf hinna ýmsu flokksfélaga og virkja sem flesta til að boða stefnu okkar sem víðast um þjóðfélagið.

 Ég er lífefnafræðingur að mennt með doktorspróf frá háskólanum í StAndrews í Skotlandi. Á starfsævinni hef ég unnið við Rannsóknadeild Landspítalans og sem háskólakennari við læknadeild og síðar raunvísindadeild. Var deildarforseti raunvísindadeildar um sex ára skeið. Sat í háskólaráði og ýmsum nefndum innan skólans. Er nú emeritus prófessor við HÍ og hef því tíma til að sinna hugðarefnum eins og jafnaðarstefnunni.