Hörður J. Oddfríðarson

Ég er 56 ára kvæntur fjölskyldumaður með víðtæka starfsreynslu í Reykjavík, Akureyri og vestur í Dölum. Einnig þekktur fyrir störf mín innan íþróttahreyfingarinnar og hef starfað innan stjórnmálasamtaka í 42 ár.

Að gera góðan flokk enn öflugri, grasrótina virkari og efla félögin um allt land í samtali um jöfnuð og réttlæti.

Að skapa aukakraft þar sem öflug grasrót á traustum grunni nær fótfestu í samfélaginu um allt land til að skila flokknum og málefnunum áfram.

Að nýta þann mikla mannauð sem býr í forystu flokksins jafnt inn á við sem út á við til að efla þátttöku jafnaðarfólks um allt land. 

Þessu langar mig að vinna að. Og ég vil gera tengsl við félögin og grasrótina að sérstöku verkefni ritara flokksins.

Átak í dag er ekki nóg. Við þurfum að vinna stöðugt að því að hlúa að innviðum Samfylkingarinnar, alveg sérstaklega þegar flokkurinn fer í ríkisstjórn. Það kallar á meiri árvekni og vinnu, því við ætlum okkur ekki að tjalda til einnar nætur.

Þekking og dugnaður, útsjónarsemi og nákvæmni, víðsýni og vinnusemi ásamt reynslu í stjórnmálastarfi – þetta eru kostir sem ritari Samfylkingarinnar þarf að búa yfir.

Ég bý yfir þessum kostum öllum. Þess vegna býð ég mig fram í starf ritara. 

Baráttukveðjur

Hörður J. Oddfríðarson