Inga Auðbjörg K. Straumland

Ég er týpan sem skælir jafn mikið yfir amerísku læknadrama og íslenskum tryggingafyrirtækjaauglýsingum. Ég kann öll vinnukonugripin og jafnvel meira til. Ég stýri skútunni hjá íslenskum húmanistum en er líka í foreldrafélaginu á leikskólanum Grænuborg. Bara af því að það var lofað rauðvínsfundum. Ég hlusta á júróvisjón og rífst við rasista á kommentakerfunum. Ég segi mjög oft misgóða brandara og ranghvolfi í mér augunum yfir kallakallabröndurum. Ég nenni að berjast gegn ranglæti en er líka oft mjög löt og er að vinna mig í gegnum allar 40 seríurnar af Survivor. Ég er atvinnuskáti sem hnýtir hjónabönd í hjáverkum. Ég er UJ-ari sem farið er að slá í, en dýrka róttæknina, kraftinn og jafnaðarhjartað sem unga fólkið einkennir.

Ég er jafnaðarkona. 

---

Inga Auðbjörg K. Straumland er 34 ára athafnarstjóri og Kaospilot. Hún býður sig fram í flokksstjórn.