Inga Björk ræðir birtingarmyndir fötlunarfordóma

Eru fötlunarfordómar í samfélaginu og ef svo er, hvernig birtast þeir? Við getum ekki stillt okkur um að benda á mjög fróðlegt viðtal á RÚV við þær Ingu Björk Bjarnadóttur, formann framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, og Jönu Birtu Björnsdóttur, sem báðar eru fatlaðar og tilheyra aktivistahópnum Tabú sem stofnaður var árið 2014. Um er að ræða efni sem flestir jafnaðarmenn ættu að vilja kynna sér, auk þess sem þær stöllur eru sérlega áhugaverðir viðmælendur.

Umsjónarmaður þáttarins er Viktoría Hermannsdóttir.

Viðtalið má nálgast hér.