Ingimar Ingimarsson

Sæl verið þið hér kemur framboðskynning fyrir Ingimar Ingimarsson fyrir embætti formanns laganefndar.

Sælir kæru landsfundarfulltrúar. Ég hef ákveðið eftir langa íhugun að bjóða mig fram í embætti formanns laganefndar. Ég hef starfað að stjórnmálum allt frá því að ég gekk 16 ára gamall í Alþýðubandalagið í Hafnarfirði. En fyrir mér brunnu þá og brennur enn Samfylking vinstri og jafnaðarmanna. 

Ég tók þátt í sameiningarstarfi jafnaðar- og vinstrimanna frá upphafi og tók meðal annars þátt í nefnd um lög fyrir nýjan flokk Samfylkingar, var skólastjóri stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar um tíma, 1. ritari 1. landsfundar Samfylkingarinnar, kosningastjóri ungra jafnaðarmanna 2003 ásamt því að gegna fjölda trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. 

Ég var vara bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði 2002-2010 og gegndi fjölda trúnaðar-og nefndarstarfa fyrir flokkinn þar líka og sit nú sem varaoddviti sveitarstjórnar Reykhólahrepps. 

Ég er giftur Silvíu Kristjánsdóttur og 3 börn á aldrinum 3-11 ára og er búsettur í þorpinu á Reykhólum. Ég er menntaður garðyrkjufræðingur og er í námi í opinberri stjórnsýslu við háskólann á Bifröst. Á Reykhólum starfa ég sem tónlistarkennari og organisti. 

Ingimar Ingimarsson