Kikka K. M. Sigurðardóttir

Kæru félagar!

Ég býð mig fram í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar. Ég hef starfað innan flokksins í mörg ár og verið bæði virk i grasrótinni á Suðurnesjum, kvennahreyfingunni og starfsmaður í aðdraganda kosninga bæði í Suðurkjördæmi og Reykjanesbæ.

Ég kom inn í Samfylkinguna í gegnum kvennahreyfinguna og jafnréttismálin eru mér enn mjög hugleikin. Ekki bara jafnrétti allra kynja, heldur jafnur réttur alls fólks til sómasamlegs lífs. Ég lít þannig að á samfélagið sé ekki sterkara en veikasti hlekkur þess og það er okkar sem höfum það betra að sjá til þess að þeir sem minna mega sín búi við mannsæmandi kjör og atlæti.

Það eru spennandi tímar framundan í stjórnmálum og ég bið um stuðning þinn til að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar. Ég held að nú sé tími til breytinga íslensku samfélagi og ástandið síðustu mánuði hefur sýnt okkur, svo ekki verður um villst, að stefna jafnaðarmanna er sú stefna sem heldur utan um þegnana þegar eitthvað bjátar á.  

Framundan eru tvennar kosningar, bæði til Alþingis og í sveitastjórnum og það er okkar verk að koma jafnaðarstefnunni þannig á framfæri að fólk sjái að við erum besti kosturinn. Ég vil taka þátt í því og óska því eftir stuðningi ykkar í framkvæmdastjórn.

Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Hlakka til að sjá ykkur öll á landsfundi.

Með kveðju,

Kikka K. M. Sigurðardóttir