Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann

Ég heiti Kolbrún Birna, er 26 ára gömul og sækist eftir kjöri til formanns laganefndar. 

Ég er uppalin í Vesturbænum og á mínu síðasta ári við meistaranám í lagadeild Háskóla Íslands. Ásamt því að vera í laganámi sit ég í stjórn Hallveigar, félags Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og hef verið ein af skipuleggjendum Druslugöngunar síðastliðin ár. Ég hef lengi stutt starf Samfylkingarinnar og var á lista flokksins í síðustu alþingiskosningum.

Í laganáminu hef ég einkum sérhæft mig í málum er tengjast mannréttindum og persónuvernd. Ég hef starfað sem laganemi hjá Embætti landlæknis og aðstoðað við skrif á bók um nýju persónuverndarreglugerðina. Ég hlakka til að nýta þá þekkingu sem ég hef til góðs fyrir Samfylkinguna.

Mín markmið eru að gera lögin gagnsæ, skilvirk og tryggja að eftirlit með þeim sé til staðar. 

Ég vona að þið treystið mér fyrir starfinu og ef einhverjar spurningar vakna er ykkur velkomið að senda á mig línu.

Kær kveðja, 

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann