Kristín Erna Arnardóttir

Kæru félagar,

Ég býð mig fram í stjórn verkalýðsmálaráðs.  Ég var formaður verkalýðsmálaráðs á síðasta kjörtímabili og við í stjórninni vorum mjög áhugasöm um að vekja umræðu og efla tengingu Samfylkingar við verkalýðshreyfinguna.  Við héldum mánaðarlega vöfflufundi um verkalýðsmál, þar sem við buðum formönnum stéttafélaga og öðrum í framlínu vinnandi fólks til okkar.  Þeir fundir voru virkilega uppörfandi og upplýsandi. Svo kom covit.

Ég hef fullt af hugmyndum um meiri tengsl verkalýðshreyfingarinnar við stjórnmálin og almannahag almennt.

Ég vinn hjá Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu á félagssviði. 

Ég á þrjú fullorðin börn og þrjá ömmustráka sem verða sennilega lifandi  2080 sem er athyglisvert umhugsunarefni í öllu samhengi.

Ég er með BA í stjórnmála-og fjölmiðlafræði frá H.Í.

Ég var kosningastjóri SF í Reykjavík  2007, 2009,2010 og 2013.

Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á stjórnmálum og samfélagsmálum almennt og hef tekið virkan þátt í ýmsum félagsstörfum. Var gjaldkeri í félagi kvikmyndagerðamanna í nokkur ár, gjaldkeri í Kiks (wift) félagi kvenna í kvikmyndagerð og er núna gjaldkeri í Stjórnarskárfélaginu.

Ég vil leggja mitt af mörkum til að bæta samfélagið á Íslandi sem er eitt ríkasta land heimsins af alls kyns gæðum. Hér er nóg til fyrir alla - það þarf bara að skipta jafnar. 

Samfylkingin er gott og fallegt samfélag.  Þar er frábært fólk sem mig langar að starfa áfram með. 

Bestu kveðjur,

Kristín Erna