Kvennafrí

Eftirfarandi skilaboð voru send á konur skráðar í Samfylkinguna í morgun. Við hvetjum allar konur til að ganga út í dag kl. 14:38!


Kæru vinkonur,

Miðað við 18% launamun kynjanna vinnum við konur í 66 daga á ári launalaust. Þetta er fullkomlega óþolandi og við ætlum ekki að láta bjóða okkur þetta lengur. Klukkan 14.38 í dag ætla konur að rísa á fætur, ganga út og mótmæla saman – enn og aftur.

Við hvetjum ykkur allar til að taka þátt og mótmæla kynbundnum launamun kröftuglega.

Við erum harðákveðin í því að ný ríkisstjórn verði að leggja þunga áherslu á að útrýma kynbundnum launamuni. Þess vegna þurfum við þinn stuðning.

Við ætlum að byrja á því að tvöfalda framlög til jafnréttismála.

Við eigum góða sögu í jafnréttismálum. Jafnlaunavottun og jafnlaunaátak meðal kvennastétta voru okkar verkefni á síðasta kjörtímabili. Hjá Reykjavíkurborg hefur kynbundinn launamunur lækkað á þessu kjörtímabili undir okkar stjórn og er nú lægri en hjá ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Við viljum hvetja fyrirtæki og stofnanir til að útrýma launamuni kynjanna með beinum aðgerðum og ríkisstofnanir geta gert sitt, til dæmis með lækkun opinberra gjalda til fyrirtækja sem standa sig vel eða áminningum til opinberra stofnanna. Ólaunað vinnuframlag kvenna og álagið sem því fylgir er enn verkefni sem við verðum að taka á, og að meta hefðbundin kvennastörf að verðleikum.

Baráttukveðjur,

Oddný G. Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar

Steinunn Ýr Einarsdóttir formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar