Landsfundur

Landsfundur 2020 verður haldinn 6. og 7. nóvember á Hilton Nordica Reykjavík. Ath. fundurinn fer fram í gegnum frjarfundabúnað og streymi.

Upplýsingar fyrir landsfund

Landsfundur Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands er haldinn annað hvert ár. Framkvæmdastjórn boðar til landsfundar og ákveður fundarstað. Allir félagar í Samfylkingunni, jafnaðarmannaflokki Íslands og aðildarfélögum hennar eiga sæti á landsfundum með málfrelsi og tillögurétti. Kjörgengi miðast við 18 ára aldur. Landsfundur Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands er æðsta vald í þeim málefnum sem varða stjórn hennar á landsvísu, stefnumál og samræmt stjórnmálastarf. Landsfundur markar stefnu hennar og setur henni lög.

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn í gegnum fjarfundarbúnað dagana 6. og 7. nóvember.

Almennt landsfundargjald er 2990 krónur en 1990 krónur fyrir nema, lífeyrisþega, öryrkja og atvinnuleitendur.  

Kosningar á fundinum verða rafrænar og kosið með snjalltækjum og tölvu. Landsfundarfulltrúar þurfa því að tryggja að þeir hafi gild rafræn skilríki fyrir landsfund, aðgang að interneti og snjalltæki eða tölvu sem hægt er að nýta til að kjósa.

 • 13. ágúst - 3ja manna kjörstjórn landsfundar skipuð af framkvæmdastjórn a.m.k 12 vikum fyrir landsfund.

  27. ágúst - Tillögur málefnanefn skulu hafa borist framkvæmdastjórn 10 vikum fyrir upphaf landsfundar.

  Byrjun september - Framkvæmdastjórn fyrirskipar kosningar til landsfundar. 

  10. sept. - Tillögur og niðurstöður málefnanefda skal senda aðildarfélögum til umræðu og umsagnar a.m.k. 8 vikum fyrir upphaf landsfundar.

  20. sept. - 45 dögum fyrir landsfund rennur út lokafrestur til að krefjast allsherjaratkvæðagreiðslu vegna formannskjörs.

  24. sept. - Tillögur að lagabreytingum skulu sendar skrifstofu eigi síðar en 6 vikum fyrir boðaðan landsfund.

  8. okt. - Skiladagur athugasemda og ábendinga tillagna frá aðildarfélögum minnst 4 vikum fyrir upphaf landsfundar.

  15. okt. - Aðildarfélög skulu þremur vikum fyrir landsfund senda framkvæmdastjórn lista með nöfnum kjörinna landsfundarfulltrúa. 

  29. okt. - Framboðsfrestur til formannskjörs á landsfundi skulu berast til framkvæmdastjórnar. Fari ekki fram allsherjaratkvæðagreiðsla um embætti formanns samkvæmt gr. 6.01 skal formaður kjörinn á reglulegum landsfundi. 

  6.  nóv. - Landsfundur settur

 • Landsfundarfulltrúar hafa kosningarétt á landsfundi. Hverju aðildarfélagi er skylt að láta fram fara kosningu atkvæðisbærra fulltrúa á landsfund úr hópi félaga sinna. Tala fulltrúa miðast við tölu fullgildra aðalfélaga eins og hún var samkvæmt flokksskrá 31. desember næstliðins árs. Fyrir 10 félagsmenn sé kjörinn einn fulltrúi og síðan til viðbótar einn fulltrúi fyrir hverja 10 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu sem þó sé eigi minna en einn þriðji. Kjósa skal jafn marga fulltrúa til vara. Kosningu landsfundarfulltrúa er lokið fyrir landsfund 2020.

  Hér má finna lista yfir félögin og formenn þeirra.

 • Samfylkingarfélagið Reykjavík - 285 Samfylkingarfélagið Seltjarnarnesi - 14

  Samfylkingarfélagið Kópavogi - 117 Samfylkingarfélagið Garðabæ - 51

  Samfylkingarfélagið Hafnarfirði - 176 Samfylkingarfélagið Reykjanesbæ - 86

  Samfylkingarfélagið Grindavík - 14 Samfylkingarfélagið Sandgerði - 13

  Samfylkingarfélagið Garði - 7 Samfylkingarfélagið Mosfellsbæ - 32

  Samfylkingarfélagið Akranesi - 38 Samfylkingarfélagið Borgarbyggð - 11 

  Samfylkingarfélagið Snæfellsnesi - 10 Samfylkingarfélagið Ísafirði og nágrenni - 21 

  Samfylkingarfélagið Vesturbyggð - 7 Samfylkingarfélagið Hólmavík - 3

  Samfylkingarfélagið Húnaþing vestra - 4 Samfylkingarfélagið Blönduósi - 8

  Samfylkingarfélagið Skagafirði - 7 Samfylkingarfélagið Fjallabyggð - 14

  Samfylkingarfélagið Akureyri - 62 Samfylkingarfélagið Dalvík - 4

  Samfylkingarfélagið Norðurþing - 13 Samfylkingarfélagið Vopnafirði - 4

  Samfylkingarfélagið Seyðisfirði - 4 Samfylkingarfélagið Fljótsdalshérað - 7

  Samfylkingarfélagið Fjarðarbyggð - 24 Samfylkingarfélagið Höfn í Hornafirði - 5

  Samfylkingarfélagið Árborg og nágrenni - 54 Samfylkingarfélagið Hveragerði - 11

  Samfylkingarfélagið Þorlákshöfn - 6 Samfylkingarfélagið Vestmannaeyjum - 27

  Landsfélög:

  Félag Fjálslyndra jafnaðarmanna - 73

  ÞJÓÐVAKI - 77

  RÓSIN - 60

  Íslandshreyfingin - 14

  Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur - 46

 • Formaður skal kjörinn á reglulegum landsfundi. Kjörgengir eru allir félagar 18 ára og eldri. Framboð til formanns skulu berast framkvæmdastjórn skriflega eigi síðar en einni viku fyrir upphaf landsfundar, 29. október. Kosning skal fara fram þótt aðeins einn hafi gefið kost á sér.

  Á reglulegum landsfundi skal kjósa til tveggja ára sem hér segir: 

  a. Stjórn flokksins: (aðra en formann þingflokks og formann sveitarstjórnarráðs); formann flokksins(nema viðhöfð sé allsherjaratkvæðagreiðsla), varaformann, ritara, gjaldkera flokksins og formann framkvæmdastjórnar hvern um sig sérstaklega og í ofangreindri röð. 

  b. Framkvæmdastjórn: Sex fulltrúa og sex til vara. Atkvæðaseðill er ekki gildur nema kosnir séu a.m.k. sex fulltrúar og er ógildur ef kosnir eru fleiri en tólf fulltrúar. Þau sex sem flest atkvæði hljóta teljast réttkjörnir aðalfulltrúar. Næstu sex sem hljóta næstflest atkvæði án þess að ná kjöri sem aðalfulltrúar teljast réttkjörnir varafulltrúar. 

  c. Þrjátíu fulltrúa í flokksstjórn. 

  d. Formann laganefndar, (framkvæmdastjórn skipar aðra tvo fulltrúa í stjórn laganefnd eftir landsfund).

  Þar sem ekki er hægt að halda hefðbundinn landsfund og hann með rafrænum hætti í ár viljum við bjóða frambjóðendum að kynna sig á heimasíðu flokksins. Hægt er að senda inn mynd og 250 orða kynningartexta, öll orð umfram það verða skorin af. 

  Þeir sem hyggjast bjóða sig í embætti stjórnar flokksins gefst auk þess kostur á að senda inn 40 sek. kynningarmyndband, allt eftir það verður klippt af. 

  Kynningarefnið verður gert aðgengilegt á heimasíðunni eftir 30. október. Þar sem framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á landsfundi til allra embæta, nema formann flokksins, mun skrifstofan bæta inn kynningarefni frambjóðenda eins fljótt og auðið er, eins og það berst, þar til frestur rennur út. Því eru þeir sem hafa hug á framboði hvattir til að senda skrifstofunni kynningarefnið svo hægt sé að undirbúa kynninguna á heimasíðunni. Algjörs trúnaðar verður gætt, eftir óskum. 

  Hægt er að hafa samband við skrifstofu ef frekari upplýsinga er óskað með því að senda póst á [email protected] eða í síma 414 2200.

  Hér er að finna framboðsskráningu sem þarf að senda inn hyggist þú bjóða þig fram í embætti. 

 • Þeir sem eru landsfundarfulltrúar þurfa að vera með rafræn skilríki eða Íslykil. Í ár verður landsfundur alfarið rafrænn og kosningarnar sömuleiðis. Samfylkingin hefur allt frá árinu 2005 verið með kosningar rafrænar á landsfundi og það verður sami háttur á í ár. Sökum þess að ekki verður hægt að bjóða upp á aðstoð á staðnum við skráningu á meðan fundinum stendur viljum við ítreka við fólk að vera vel undirbúið og að allir hafi útvegað sér tiltækar lausnir til þátttöku. 

  Rafræn skilríki: 

  Fyrst þarf að kanna hvort að símakortið styðji þann möguleika. Símafyrirtækið þitt ætti að geta aðstoðað þig við að komast að því. Því næst getur þú sótt um rafræn skilríki hjá þínum banka, sparisjóði og hjá Auðkenni. Hér er að finna upplýsingar um rafræn skilríki, https://www.skilriki.is

  Íslykill: 

  Einnig verður hægt að nota Íslykil við skráningu á landsfund og við kosningar. Íslykill er gefinn út af Þjóðskrá Íslands, hann er hægt að fá sendann í heimabanka, bréfpósti á lögheimili eða í þjónustuveri Þjóðskrár. Hér finnur þú upplýsingar um Íslykil, https://www.island.is/islykill/

Taktu þátt

Hjálpaðu við að stuðla að jafnrétti og jöfnuði í samfélaginu.

Styrkja flokkinn

Þitt framlag skiptir máli.

Smelltu hér