Landsfundur

Landsfundur 2020 verður haldinn 6. og 7. nóvember á Hilton Nordica Reykjavík.

Upplýsingar fyrir landsfund

Landsfundur Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands er haldinn annað hvert ár. Framkvæmdastjórn boðar til landsfundar og ákveður fundarstað. Allir félagar í Samfylkingunni, jafnaðarmannaflokki Íslands og aðildarfélögum hennar eiga sæti á landsfundum með málfrelsi og tillögurétti. Kjörgengi miðast við 18 ára aldur. Landsfundur Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands er æðsta vald í þeim málefnum sem varða stjórn hennar á landsvísu, stefnumál og samræmt stjórnmálastarf. Landsfundur markar stefnu hennar og setur henni lög.

 • Landsfundarfulltrúar hafa kosningarétt á landsfundi. Hverju aðildarfélagi er skylt að láta fram fara kosningu atkvæðisbærra fulltrúa á landsfund úr hópi félaga sinna. Tala fulltrúa miðast við tölu fullgildra aðalfélaga eins og hún var samkvæmt flokksskrá 31. desember næstliðins árs. Fyrir 10 félagsmenn sé kjörinn einn fulltrúi og síðan til viðbótar einn fulltrúi fyrir hverja 10 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu sem þó sé eigi minna en einn þriðji. Kjósa skal jafn marga fulltrúa til vara.

  Hér má finna lista yfir félögin og formenn þeirra.

 • 13. ágúst - 3ja manna kjörstjórn landsfundar skipuð af framkvæmdastjórn a.m.k 12 vikum fyrir landsfund.

  27. ágúst - Tillögur málefnanefn skulu hafa borist framkvæmdastjórn 10 vikum fyrir upphaf landsfundar.

  Byrjun september - Framkvæmdastjórn fyrirskipar kosningar til landsfundar. 

  10. sept. - Tillögur og niðurstöður málefnanefda skal senda aðildarfélögum til umræðu og umsagnar a.m.k. 8 vikum fyrir upphaf landsfundar.

  20. sept. - 45 dögum fyrir landsfund rennur út lokafrestur til að krefjast allsherjaratkvæðagreiðslu vegna formannskjörs.

  24. sept. - Tillögur að lagabreytingum skulu sendar skrifstofu eigi síðar en 6 vikum fyrir boðaðan landsfund.

  8. okt. - Skiladagur athugasemda og ábendinga tillagna frá aðildarfélögum minnst 4 vikum fyrir upphaf landsfundar.

  15. okt. - Aðildarfélög skulu þremur vikum fyrir landsfund senda framkvæmdastjórn lista með nöfnum kjörinna landsfundarfulltrúa. 

  29. okt. - Framboðsfrestur til formannskjörs á landsfundi skulu berast til framkvæmdastjórnar. Fari ekki fram allsherjaratkvæðagreiðsla um embætti formanns samkvæmt gr. 6.01 skal formaður kjörinn á reglulegum landsfundi. 

  6.  nóv. - Landsfundur settur

 • Framkvæmdastjórn skipar sérstaka 3ja manna kjörstjórn vegna allsherjaratkvæðagreiðslu um formannskjör 12 vikum fyrir landsfund.

  Framkvæmdastjórn hefur valið þriggja manna kjörstjórn fyrir komandi landsfund. Það eru þau Katrín Theódórsdóttir, Hörður Oddfríðarson og Jónas Már Torfason.

Taktu þátt

Hjálpaðu við að stuðla að jafnrétti og jöfnuði í samfélaginu.

Styrkja flokkinn

Þitt framlag skiptir máli.

Smelltu hér