Landsfundur

Landsfundur 2020 verður haldinn 6. og 7. nóvember á Hilton Nordica Reykjavík. Ath. fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað og streymi.

Upplýsingar fyrir landsfund

Landsfundur Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands er haldinn annað hvert ár. Framkvæmdastjórn boðar til landsfundar og ákveður fundarstað. Allir félagar í Samfylkingunni, jafnaðarmannaflokki Íslands og aðildarfélögum hennar eiga sæti á landsfundum með málfrelsi og tillögurétti. Kjörgengi miðast við 18 ára aldur. Landsfundur Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands er æðsta vald í þeim málefnum sem varða stjórn hennar á landsvísu, stefnumál og samræmt stjórnmálastarf. Landsfundur markar stefnu hennar og setur henni lög.

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn í gegnum fjarfundarbúnað dagana 6. og 7. nóvember.

Almennt landsfundargjald er 2990 krónur en 1990 krónur fyrir nema, lífeyrisþega, öryrkja og atvinnuleitendur.  

Kosningar á fundinum verða rafrænar og kosið með snjalltækjum og tölvu. Landsfundarfulltrúar þurfa því að tryggja að þeir hafi gild rafræn skilríki eða íslykil fyrir landsfund, aðgang að interneti og snjalltæki eða tölvu sem hægt er að nýta til að kjósa.

Hljómsveitin GÓSS með þeim Sigríði Thorlacius, Sigurði Guðmundssyni og Guðmundi Óskari Guðmundssyni spila fyrir okkur ljúfa tóna eins og þeim einum er lagið. Engin önnur en Saga Garðars sér um að við munum öll brosa og hlægja.

Dagskrá landsfundar Samfylkingarinnar 2020

Föstudagur - 6. nóvember

16:00 Landsfundur hefst - Dagskrá fundarins og fyrirkomulag kynnt

16:05 Setningarathöfn - Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar setur landsfund

16:10 Sanna Marin - Forsætisráðherra Finnlands

16:15 Kjörskrá til formannskjörs lokar

16:16 Almenn landsfundarstörf hefjast

 • Skýrsla stjórnar 
 • Ársreikningur
 • Farið yfir málefnastarf flokksins
 • Stjórnmálaályktun lögð fram

16:30 Kosning til formanns hefst (kosning er opin í 40 mín.)

16:50 Umræður: Áhrif bandarísku kosninganna á stjórnmál á Íslandi og í Evrópu

 • Sigmundur Ernir Rúnarsson
 • Kristján Guy Burgess
 • Freyja Steingrímsdóttir

17:15 Kjöri formanns lýst og niðurstöður kynntar 

17:20 Útsendingu lýkur

18:00 Zoom Webinar landsfundarfulltrúa

Hlekkur á fundinn er hér

 • Almennar umræður

19:00 Kjörskrá og framboðsfrestur í önnur embætti rennur út

20:00 Kosning varaformanns hefst (kosningu lýkur kl. 10:20 daginn eftir)

Laugardagur - 7. nóvember

10:00 Útsending frá Hilton hefst

10:05 Guðrún Johnsen  - hagfræðingur - leiðin út úr COVID-19 kreppunni

10:20 Kjöri varaformanns lýkur

10:25 Kjöri varaformanns lýst úrslit kynnt

10:30 Kosning ritara hefst (kosning er opin í 25 mín.)

10:35 Ræða formanns

10:50 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB - vinna og velferð

11:00 Samtal um sveitarstjórnarmálin -  þátttakendur geta sent inn spurningar í tölvupósti

 • Arna Ír Gunnarsdóttir - Árborg
 • Dagur B. Eggertsson - Reykjavík
 • Hilda Jana Gísladóttir - Akureyri

11:20 Úrsllit úr kosningu ritara kynnt og kjör til gjaldkera hefst

11:45 Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisaktívisti, umhverfisverkfræðingur og aktívisti - Græn framtíð

11:55 Samtal við framsögumenn Vinna, velferð og græn framtíð -  þátttakendur geta sent inn spurningar í gegnum slido

 • Guðrún Johnsen - hagfræðingur
 • Sonja Ýr Þorbergsdóttir - formaður BSRB
 • Sigurður Loftur Thorlacius - umhverfisverkfræðingur hjá EFLU

11:35 Úrslit úr kosningu í kjör ritara kynnt og kosning gjaldkera hefst (kosning er opin í 25 mín.)

12:20 Úrslit úr kosningu í kjör gjaldkera kynnt og kosning til formanns framkvæmdarstjórnar hefst (kosning er opin í 25 mín.)

12:40 Þingflokkur Samfylkingarinnar ræðir við landsfundargesti

 • Ágúst Ólafur Ágústsson
 • Logi Einarsson
 • Oddný G. Harðardóttir

13:05 Úrslit úr kosningu í kjör til formanns framkvæmdastjórnar kynnt og kosning framkvæmdastjórnar hefst (kosning er opin í 25 mín.)

13:50 Úrslit úr kosningu í framkvæmdastjórn kynnt og kosning til flokksstjórnar, verkalýðmálaráðs og formanns laganefndar hefst. Niðurstöður kosninga verða birtar á heimasíðu flokksins (kosning stendur yfir í 30 mín.)

14:00 Dagskrá lýkur

* Tímasetningar eru birtar með fyrirvara um óvænt atvik sem geta breytt dagskrá.

 • Fundarsköp landsfundar 

  Við venjulegar aðstæður eru fundarsköp landsfundar borin upp til samþykktar í upphafi hvers landsfundar, sbr. 7. grein gildandi fundarskapa. Aðstæður eru þannig nú að erfitt er að koma við hefðbundinni atkvæðagreiðslu fundarskapa og hefur framkvæmdastjórn því ákveðið eftirfarandi hátt um afgreiðslu fundarskapa: 

  1. Tillögudrög eru send öllum landsfundarfulltrúum fyrir fundinn, hér er að finna drögin 
  2. Óskað er hugsanlegra athugasemda eða breytingartillagna frá landsfundarfulltrúum við þau drög fyrir kl. 12.00 á föstudag, í netfangið [email protected] 
  3. Framkvæmdastjórn eða fulltrúi hennar fer yfir athugasemdir og tillögur og reynir að ná sátt um ný drög í samráði við tillöguflytjendur áður en landsfundur hefst, þannig að 
  4. Umræða þurfi ekki að fara fram en 
  5. Greidd verði um þau atkvæði frá 16.05– 16.20 á heimasíðu flokksins xs.is  
 • Þeir sem eru landsfundarfulltrúar þurfa að vera með rafræn skilríki eða Íslykil. Í ár verður landsfundur alfarið rafrænn og kosningarnar sömuleiðis. Samfylkingin hefur allt frá árinu 2005 verið með kosningar rafrænar á landsfundi og það verður sami háttur á í ár. Sökum þess að ekki verður hægt að bjóða upp á aðstoð á staðnum við skráningu á meðan fundinum stendur viljum við ítreka við fólk að vera vel undirbúið og að allir hafi útvegað sér tiltækar lausnir til þátttöku. 

  Rafræn skilríki: 

  Fyrst þarf að kanna hvort að símakortið styðji þann möguleika. Símafyrirtækið þitt ætti að geta aðstoðað þig við að komast að því. Því næst getur þú sótt um rafræn skilríki hjá þínum banka, sparisjóði og hjá Auðkenni. Hér er að finna upplýsingar um rafræn skilríki, https://www.skilriki.is

  Íslykill: 

  Einnig verður hægt að nota Íslykil við skráningu á landsfund og við kosningar. Íslykill er gefinn út af Þjóðskrá Íslands, hann er hægt að fá sendann í heimabanka, bréfpósti á lögheimili eða í þjónustuveri Þjóðskrár. Hér finnur þú upplýsingar um Íslykil, https://www.island.is/islykill/

 • Framkvæmdastjórn samþykkti því á fundi sínum 5. október að vísa málefnatillögum sem fram koma fyrir landsfundinn – þar á meðal framlagi málefnanefnda og vinnu ritstjórnar á grunni þeirra sem og tillögum aðildarfélaga – til fyrsta flokksstjórnarfundar eftir landsfund, sem halda skal á tímabilinu 15. febrúar til 15. mars 2021. Skipulegt starf á grundvelli þessara gagna haldi áfram fram að flokksstjórnarfundinumí samstarfi við formenn málefnanefndanna.

  Drög að framtíðarýn

  Skjöl málefnanefnda:

  Athugasemdir frá aðildarfélögum:

  Samfylkingar félagið í Reykjavík

  Ungir jafnaðarmenn

  Samfylkingarfélagið í Kópavogi 1

  Samfylkingarfélagið í Kópavogi 2

  Samfylkingarfélagið í Kópavogi 3

 • Landsfundarfulltrúar hafa kosningarétt á landsfundi. Hverju aðildarfélagi er skylt að láta fram fara kosningu atkvæðisbærra fulltrúa á landsfund úr hópi félaga sinna. Tala fulltrúa miðast við tölu fullgildra aðalfélaga eins og hún var samkvæmt flokksskrá 31. desember næstliðins árs. Fyrir 10 félagsmenn sé kjörinn einn fulltrúi og síðan til viðbótar einn fulltrúi fyrir hverja 10 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu sem þó sé eigi minna en einn þriðji. Kjósa skal jafn marga fulltrúa til vara. Kosningu landsfundarfulltrúa er lokið fyrir landsfund 2020.

  Hér má finna lista yfir félögin og formenn þeirra.

 • 13. ágúst - 3ja manna kjörstjórn landsfundar skipuð af framkvæmdastjórn a.m.k 12 vikum fyrir landsfund.

  27. ágúst - Tillögur málefnanefn skulu hafa borist framkvæmdastjórn 10 vikum fyrir upphaf landsfundar.

  Byrjun september - Framkvæmdastjórn fyrirskipar kosningar til landsfundar. 

  10. sept. - Tillögur og niðurstöður málefnanefda skal senda aðildarfélögum til umræðu og umsagnar a.m.k. 8 vikum fyrir upphaf landsfundar.

  20. sept. - 45 dögum fyrir landsfund rennur út lokafrestur til að krefjast allsherjaratkvæðagreiðslu vegna formannskjörs.

  24. sept. - Tillögur að lagabreytingum skulu sendar skrifstofu eigi síðar en 6 vikum fyrir boðaðan landsfund.

  8. okt. - Skiladagur athugasemda og ábendinga tillagna frá aðildarfélögum minnst 4 vikum fyrir upphaf landsfundar.

  15. okt. - Aðildarfélög skulu þremur vikum fyrir landsfund senda framkvæmdastjórn lista með nöfnum kjörinna landsfundarfulltrúa. 

  29. okt. - Framboðsfrestur til formannskjörs á landsfundi skulu berast til framkvæmdastjórnar. Fari ekki fram allsherjaratkvæðagreiðsla um embætti formanns samkvæmt gr. 6.01 skal formaður kjörinn á reglulegum landsfundi. 

  6.  nóv. - Landsfundur settur

 • Formaður skal kjörinn á reglulegum landsfundi. Kjörgengir eru allir félagar 18 ára og eldri. Framboð til formanns skulu berast framkvæmdastjórn skriflega eigi síðar en einni viku fyrir upphaf landsfundar, 29. október. Kosning skal fara fram þótt aðeins einn hafi gefið kost á sér.

  Á reglulegum landsfundi skal kjósa til tveggja ára sem hér segir: 

  a. Stjórn flokksins: (aðra en formann þingflokks og formann sveitarstjórnarráðs); formann flokksins(nema viðhöfð sé allsherjaratkvæðagreiðsla), varaformann, ritara, gjaldkera flokksins og formann framkvæmdastjórnar hvern um sig sérstaklega og í ofangreindri röð. 

  b. Framkvæmdastjórn: Sex fulltrúa og sex til vara. Atkvæðaseðill er ekki gildur nema kosnir séu a.m.k. sex fulltrúar og er ógildur ef kosnir eru fleiri en tólf fulltrúar. Þau sex sem flest atkvæði hljóta teljast réttkjörnir aðalfulltrúar. Næstu sex sem hljóta næstflest atkvæði án þess að ná kjöri sem aðalfulltrúar teljast réttkjörnir varafulltrúar. 

  c. Þrjátíu fulltrúa í flokksstjórn. 

  d. Formann laganefndar, (framkvæmdastjórn skipar aðra tvo fulltrúa í stjórn laganefnd eftir landsfund).

  Þar sem ekki er hægt að halda hefðbundinn landsfund og hann með rafrænum hætti í ár viljum við bjóða frambjóðendum að kynna sig á heimasíðu flokksins. Hægt er að senda inn mynd og 250 orða kynningartexta, öll orð umfram það verða skorin af einnig er hægt að skila inn 40 sek. kynningarmyndband.

  Kynningarefnið verður gert aðgengilegt á heimasíðunni eftir 30. október. Þar sem framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á landsfundi til allra embæta, nema formann flokksins, mun skrifstofan bæta inn kynningarefni frambjóðenda eins fljótt og auðið er, eins og það berst, þar til frestur rennur út. Því eru þeir sem hafa hug á framboði hvattir til að senda skrifstofunni kynningarefnið svo hægt sé að undirbúa kynninguna á heimasíðunni. Algjörs trúnaðar verður gætt, eftir óskum. 

  Hægt er að hafa samband við skrifstofu ef frekari upplýsinga er óskað með því að senda póst á [email protected] eða í síma 414 2200.

  Hér er að finna framboðsskráningu sem þarf að senda inn hyggist þú bjóða þig fram í embætti. 

 • Samfylkingarfélagið Reykjavík - 285 Samfylkingarfélagið Seltjarnarnesi - 14

  Samfylkingarfélagið Kópavogi - 117 Samfylkingarfélagið Garðabæ - 51

  Samfylkingarfélagið Hafnarfirði - 176 Samfylkingarfélagið Reykjanesbæ - 86

  Samfylkingarfélagið Grindavík - 14 Samfylkingarfélagið Sandgerði - 13

  Samfylkingarfélagið Garði - 7 Samfylkingarfélagið Mosfellsbæ - 32

  Samfylkingarfélagið Akranesi - 38 Samfylkingarfélagið Borgarbyggð - 11 

  Samfylkingarfélagið Snæfellsnesi - 10 Samfylkingarfélagið Ísafirði og nágrenni - 21 

  Samfylkingarfélagið Vesturbyggð - 7 Samfylkingarfélagið Hólmavík - 3

  Samfylkingarfélagið Húnaþing vestra - 4 Samfylkingarfélagið Blönduósi - 8

  Samfylkingarfélagið Skagafirði - 7 Samfylkingarfélagið Fjallabyggð - 14

  Samfylkingarfélagið Akureyri - 62 Samfylkingarfélagið Dalvík - 4

  Samfylkingarfélagið Norðurþing - 13 Samfylkingarfélagið Vopnafirði - 4

  Samfylkingarfélagið Seyðisfirði - 4 Samfylkingarfélagið Fljótsdalshérað - 7

  Samfylkingarfélagið Fjarðarbyggð - 24 Samfylkingarfélagið Höfn í Hornafirði - 5

  Samfylkingarfélagið Árborg og nágrenni - 54 Samfylkingarfélagið Hveragerði - 11

  Samfylkingarfélagið Þorlákshöfn - 6 Samfylkingarfélagið Vestmannaeyjum - 27

  Landsfélög:

  Félag Fjálslyndra jafnaðarmanna - 73

  ÞJÓÐVAKI - 77

  RÓSIN - 60

  Íslandshreyfingin - 14

  Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur - 46

Taktu þátt

Hjálpaðu við að stuðla að jafnrétti og jöfnuði í samfélaginu.

Styrkja flokkinn

Þitt framlag skiptir máli.

Smelltu hér