ganga frá greiðslu

Sparaðu bæði tíma þinn og okkar

Sparaðu bæði tíma þinn og okkar með því að ganga frá greiðslu fyrir Landsfund.
ganga frá greiðslu

Allt sem þú þarft að vita um landsfund

FRELSI – JAFNRÉTTI -SAMSTAÐA

Landsfundur Samfylkingarinnar 2018 fer fram dagana 2.-3. mars á Hótel Natura undir yfirskriftinni Frelsi – Jafnrétti – Samstaða en stefna Samfylkingarinnar grundvallast í þessum þremur orðum.

Á landsfundi koma hundruðir flokksfélaga saman til að móta stefnu í tugum málaflokka. Þú getur valið þér þann málaflokk sem þú hefur mestan áhuga á og haft áhrif á stefnu Samfylkingarinnar til framtíðar!

Myllumerki viðburðarins er #SAMstaða og við hvetjum þig til að taka þátt í samtalinu á Twitter.

Sjáumst á föstudaginn!

Helstu upplýsingar

Samkvæmt grein 4.06 í lögum flokksins eiga tillögur aðildarfélaga og einstakra félaga að berast framkvæmdastjórn minnst 10 vikum fyrir upphaf landsfundar. Það sama gilti um tillögur málefnanefnda sem voru birtar á vef flokksins og sendar til aðildarfélaga í byrjun janúar sl. Athugasemdir og ábendingar við málefnaskjalið “Eitt samfélag fyrir alla”  bárust 1. febrúar  sl. Ritnefnd hefur endurskoðað orðalag og innihald málefnaskjalsins í ljósi  ábendinga og tillagna. Skjalið verður lagt fram í heild sinni með tilliti til breytingatillagna og síðan eru ákveðnar breytingartillögur sem verða teknar fyrir sérstaklega.

Til þess að gera landsfundinn bæði skipulagðari og lýðræðislegri er óskað eftir að landsfundarfulltrúar skili breytinga- og/ eða viðaukatillögum tímanlega fyrir fundinn ef kostur er og eigi síðar en kl. 18.00 föstudaginn 2.mars til að hægt sé að tryggja að þær fái meðferð í viðkomandi málefnanefnd og að hægt verði að dreifa þeim skv. fundarsköpum landsfundar.

Tillögu þarf að skila á eyðublaði sem er aðgengilegt á þjónustuborði og á landsfundarsíðunni. Ef tillögur eru sendar inn rafrænt skal senda þær á  [email protected],  undirskriftir þurfa þó að berast á þjónustuborðið. Athugið að setja aðeins eina breytingartillögu á hvert eyðublað og leggja jafnframt til, í hvaða nefnd hún fari til umfjöllunar. Málefnanefndirnar eru eftirfarandi: Atvinnumál og umhverfismál,  Velferðarmál, Menntamál, Lýðræði ,mannréttindi, stjórnarskrá og utanríkismál og Ríkisfjármál, efnahags- og viðskiptamál. Leitast verður við að birta tillögur jafnharðan á vef landsfundar þannig að þær verði aðgengilegar fyrir landsfundarfulltrúa.

Tillöguflytjendur eru hvattir til að kynna sér vel fundarsköp landsfundar varðandi meðferð og afgreiðslu tillagna. Hverja tillögu þurfa a.m.k. 9 landsfundarfulltrúar að styðja.

Gögnum verður dreift rafrænt til að spara pappír og verður þeim varpað upp á skjá í aðalsalnum þegar þær verða teknar fyrir. Fjölföldun verður stillt í hóf.

Nú, eins og áður, verða kosningar rafrænar með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum og því mikilvægt að fundarmenn hafi þau. Öll gögn verða send út rafrænt á fundinum, en að sjálfsögðu munum við prenta út handa þeim sem þess óska.  Við hvetjum landsfundarfulltrúa til að hafa með sér síma eða tölvur ef kostur er til þess að geta kosið

Landsfundargjaldið er 6.500 krónur en 4.500 krónur fyrir lífeyrisþega og námsmenn yngri en 25 ára í fullu námi. Landsfundargjaldið greiðist í greiðslugátt á heimasíðu Samfylkingarinnar.Við hvetjum landsfundarfulltrúa til þess að ganga frá greiðslu landsfundargjalds áður en fundur hefst, eigi síðar en kl. 12.00 á landsfundardegi 2. mars.

Ferðakostnaður verður niðurgreiddur fyrir landsfundarfulltrúa sem eiga um langan veg að fara eins og tíðkast hefur á fyrri landsfundum og í samræmi við lög flokksins. Landsfundarfulltrúar þurfa einungis að fylla út þar til gert eyðublað sem mun liggja frammi í þjónustuveri landsfundar á Reykjavík Natura.

Yfirlit yfir greiðslur er í meðfylgjandi töflu samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar 17.01.2018. Miðað er við vegalengdir til og frá búsetustað.   

150 – 350 km    kr.   5.000.-
351 – 500 km    kr. 10.000.-
501-1000 km    kr. 20.000.-
1001-1500 km    kr. 30.000.-
Vestmannaeyjar   kr.   7.500.-

Á föstudaginn og laugardaginn verður sjoppa með ýmsum veitingum á sanngjörnu verði fyrir landsfundargesti. Einnig fá landsfundarfulltrúar 20% afslátt af brunch og kvöldverðahlaðborði af  veitingastaðnum Satt báða dagana.

Kaffi og bakkelsi er í boði fyrir landsfundargesti á meðan fundi stendur.

Áhugaverðir hliðarviðburðir