Landsfundur 2022
Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 28. & 29. október á Grand Hótel Reykjavík.
Upplýsingar fyrir landsfund
Landsfundur Samfylkingarinnar er settur föstudaginn 28. okt. kl. 13:00 á Grand hótel.
KJÖRSEÐILL HÉR: https://innskraning.island.is/?id=outcomesurveys.com
Landsfundargleði Samfylkingarinnar verður haldin laugardagskvöldið 29. okt. í Kolaportinu.
Húsið opnar kl. 18:30 og hefst maturinn kl. 19:30.
Tryggvi Rafnsson verður veislustjóri, Sverrir Bergmann og Elísabet Ormslev sjá um sönginn við undirspil Halldórs Gunnars fjallabróðurs og Snjólaug Lúðvíksdóttir sér um að fá okkur til að grenja úr hlátri4.
Verð fyrir hátíðarkvöldverð og skemmtun er 7.500 kr. fyrir greidda landsfundarfulltrúa en 9.000 fyrir aðra.
Húsið opnar svo fyrir aðra kl. 22 og kostar 1.500 inn við hurð, hægt verður að greiða með AUR.
Landsfundur 2022 verður að miklu leiti aðgengilegur í fjarfundi, er það sérstaklega hugsað fyrir þau sem ekki hafa tök á að vera á Grand hótel, þó við vonumst til að sjá sem flest með okkur á staðnum. Notast verður við Whova, þar verða öll landsfundargögn og upplýsingar aðgengilegar og verður fundurinn því að mestu pappírslaus. Streymt verður frá öllum helstu viðburðum í stóra salnum og verður það aðgengilegt landsfundarfulltrúum.
Hér fyrir neðan er að finna allar upplýsingar um landsfund.
Á reglulegum landsfundi skal kjósa til tveggja ára sem hér segir:
a. Stjórn flokksins: (aðra en formann þingflokks og formann sveitarstjórnarráðs); formann flokksins (nema viðhöfð sé allsherjaratkvæðagreiðsla), varaformann, ritara, gjaldkera flokksins og formann framkvæmdastjórnar hvern um sig sérstaklega og í ofangreindri röð.
b. Framkvæmdastjórn: Sex fulltrúa og sex til vara. Atkvæðaseðill er ekki gildur nema kosnir séu a.m.k. sex fulltrúar og er ógildur ef kosnir eru fleiri en tólf fulltrúar. Þau sex sem flest atkvæði hljóta teljast réttkjörnir aðalfulltrúar. Næstu sex sem hljóta næstflest atkvæði án þess að ná kjöri sem aðalfulltrúar teljast réttkjörnir varafulltrúar.
c. Þrjátíu fulltrúa í flokksstjórn.
d. Formann laganefndar, (framkvæmdastjórn skipar aðra tvo fulltrúa í stjórn laganefnd eftir landsfund).
e. fimm fulltrúa í stjórn verkalýðsmálaráðsHægt er að gefa kost á sér í embætti með því að fylla út í eyðublaðið sem þú finnur hér. https://forms.gle/9ADqSKA4Vjivffvo9.
Þeir sem eru landsfundarfulltrúar þurfa að vera með rafræn skilríki eða Íslykil. Samfylkingin hefur allt frá árinu 2005 verið með kosningar rafrænar á landsfundi og það verður sami háttur á í ár.
Rafræn skilríki:
Fyrst þarf að kanna hvort að símakortið styðji þann möguleika. Símafyrirtækið þitt ætti að geta aðstoðað þig við að komast að því. Því næst getur þú sótt um rafræn skilríki hjá þínum banka, sparisjóði og hjá Auðkenni. Hér er að finna upplýsingar um rafræn skilríki, https://www.skilriki.is
Íslykill:
Einnig verður hægt að nota Íslykil við skráningu á landsfund og við kosningar. Íslykill er gefinn út af Þjóðskrá Íslands, hann er hægt að fá sendann í heimabanka, bréfpósti á lögheimili eða í þjónustuveri Þjóðskrár. Hér finnur þú upplýsingar um Íslykil, https://www.island.is/islykill/
Grand hótel hefur sett saman matseðil fyrir landsfundargesti.
Matseðill, föstudagskvöld kl. 19 - 20
Létt hlaðborð - 4.900 kr.
- Blómkálssúpa
- Hnetu og kryddhjúpuð langa í teriyaki með stökkum kartöflum
- Salatbar
Matseðill laugardagshádegi kl. 12:30 - 13:30
Súpuhlaðborð - 3.200 kr.
- Íslensk kjötsúpa
- Sætkartöflusúpa (VEGAN)
- Nýbakað brauð, smjör, hummus og pesto
Landsfundarfulltrúar hafa kosningarétt á landsfundi. Hverju aðildarfélagi er skylt að láta fram fara kosningu atkvæðisbærra fulltrúa á landsfund úr hópi félaga sinna. Tala fulltrúa miðast við tölu fullgildra aðalfélaga eins og hún var samkvæmt flokksskrá 31. desember næstliðins árs. Fyrir 10 félagsmenn sé kjörinn einn fulltrúi og síðan til viðbótar einn fulltrúi fyrir hverja 10 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu sem þó sé eigi minna en einn þriðji. Kjósa skal jafn marga fulltrúa til vara. Kosning landsfundarfulltrúa lauk 4. okt.
Landsfundargjald
Almennt - 8.000 isk.
Námsmenn, lífeyrisþegar og fólk á fjárhagsaðstoð - 5.500 isk.
Landsfundargjaldið þarf að greiða inn á reikning 0111-26-19928 kt. 690199-2899.
Þau sem ætla að taka þátt í kosningu ný formanns þurfa að hafa greitt landsfundargjaldið fyrir kl. 16:00 föstudaginn 28. október, eftir það lokar kjörskrá.
Vinsamlegast munið að setja kennitölu landsfundarfulltrúa í tilvísunarnr. ef ekki er greitt af reikningi landsfundarfulltrúans. Ekki er hægt að greiða á staðnum með korti eða reiðufé.
Jöfnunarsjóðsgjald
Km. Kr.
- 105 - 350 - 6.000 isk.
- 351 - 500 - 12.000 isk.
- 501 - 1000 - 24.500 isk.
- 1001 - 1500 - 37.000 isk.
- Vestm. - 9.000 isk.
Landsfundur 2022 verður haldinn á Grand hótel með góðu aðgengi í öllum rýmum fundarins. Einnig verður fundurinn að miklu leiti aðgengilegur í fjarfundi, er það sérstaklega hugsað fyrir þau sem ekki hafa tök á að vera á Grand hótel, þó við vonumst til að sjá sem flest með okkur á staðnum.
Landsfundarfulltrúar fá aðgengi að Whova, þar verða öll landsfundargögn og upplýsingar aðgengilegar og verður fundurinn því að mestu pappírslaus. Forritið er aðgengilegt í síma og tölvu. Streymt verður frá öllum helstu viðburðum í stóra salnum og verður það aðgengilegt landsfundarfulltrúum, þó verður ekki hægt að taka þátt í umræðum en hægt verður að fylgjast með þeim.
Kosningar á fundinum verða rafrænar og kosið með snjalltækjum og tölvu. Landsfundarfulltrúar þurfa því að tryggja að þeir hafi gild rafræn skilríki eða íslykil fyrir landsfund, aðgang að interneti og snjalltæki eða tölvu sem hægt er að nýta til að kjósa.
Lagabreytingatillaga - Ragna Sigurðardóttir og Arnór Heiðar Benónýsson.
Lagabreytingatillaga - Gylfi Þór Gíslason.
Lagabreytingatillögur - Kjartan Valgarðasson.
Lagabreytingatillaga - Mörður Árnason og Kristján L. Möller.
Lagabreytingatillaga - stjórn Verkalýðsmálaráð.
Lagabreytingatillögur - Sigrún Einarsdóttir og Þorgerður Jóhannsdóttir.
Niðurstöður málefnahópa Samfylkingarfélgsins í Reykjavík.
Fyrir þau sem vilja bóka gistingu þá er bókunarnúmer BH00810055 og er verðið 18.900 fyrir eins manns herbergi og 21.900 fyrir tveggja manna herbergi per nótt. Bókunarfrestur var til 18. okt. fyrir þessi verð. Best er að bóka sem fyrst svo að hægt sé að tryggja herbergi.
Hægt er að hafa beint samband við Grand Hótel í síma 514 8000 eða með tölvupósti á [email protected] fyrir bókanir.Landsfundargleði Samfylkingarinnar verður haldin laugardagskvöldið 29. okt. í Kolaportinu.
Húsið opnar kl. 18:30 og hefst maturinn kl. 19:30. Það er Laugaás sem sér um matinn.
Matseðill
Hunangsgljáðar kalkúnabringur
Vegan Wellington og tómatbasilsósa
Madeirakremsósa
Fresk ristað grænmeti með basil
Timian kryddaðar kartöflur
Ferskt blaðsalat og mangochili
Kaffi og konfektTryggvi Rafnsson verður veislustjóri, Sverrir Bergmann og Elísabet Ormslev sjá um sönginn við undirspil Halldórs Gunnars fjallabróðurs og Snjólaug Lúðvíksdóttir sér um að fá okkur til að grenja úr hlátri4.
Verð fyrir hátíðarkvöldverð og skemmtun er 7.500 kr. fyrir greidda landsfundarfulltrúa en 9.000 fyrir aðra.
Húsið opnar svo fyrir aðra kl. 22 og kostar 1.500 inn við hurð, hægt verður að greiða með AUR.
Miðapantarnir og skráning í matinn hér: https://forms.gle/LLgxUjJkuMKSaKA17
Boðað hefur verið til Landsþings 60+ þann 28. október. Landsþingið hefst kl. 10 og gert er ráð fyrir að því verði lokið kl. 12.
Allir Samfylkingarfélagar sem orðnir eru sextugir, hafa rétt til að sitja landsþingið með fullum réttindum. Fyrir þinginu liggur tillaga til breytingar á 8. laga landssamtakanna 60+ um fjölgun varamanna í stjórn úr tveim í fjóra.
Auk venjulegra aðalfundastarfa verða góðir gestir á Landsþinginu. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir ávarpar þingið, en hún átti hugmyndina fyrir tæpum 20 árum að því að stofna þennan vettvang eldra fólks í flokknum.
Eftir að aðalfundarstörfum er lokið verða munu þau Oddný Harðardóttir og Jóhann Páll Jóhannsson ræða við fundarfólk.