Lykilinn að heiminum: Spennandi fundur um menntamál 16. janúar

Sjá viðburð á Facebook. 

Hvernig búum við ungmenni landsins undir framtíðina, í heimi þar sem hraðar breytingar eru regla en ekki undanteking, þar sem nýsköpun samfélaga ákvarðar lífsgæði borgaranna og aðgangur að gæðamenntun verður enn mikilvægari en í dag?

Niðurstöður PISA-könnunarinnar sýna enn á ný að við höfum tækifæri til að gera mun betur þegar litið er til þeirrar grunnfærni sem ungmenni þurfa til að geta tekist á við næstu skólastig. Menntun gefur okkur lykilinn að heiminum, áhugaverðum störfum og betri lífskjörum. Hvernig tryggjum við að börnin okkar fái lykilinn að heiminum, þekkingu sem þau sannarlega þurfa til að bæta kjör sín og ekki síður til að takast á við erfiðustu viðfangsefni samtímans, með vísindin að vopni?

Fimmtudaginn 16. janúar kl. 17-19 efnir Samfylkingin til samtals um menntamál, þar sem fimm fræðimenn flytja tíu mínútna erindi hver og veita okkur innsýn í hugmyndir sínar um hvernig við byggjum sterkan grunn menntunar fyrir betra samfélag.

 

Dagskrá:

– Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar um máltækni

– Dr. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við háskólann í Þrándheimi í Noregi og Háskólann í Reykjavík – PISA 2018: Staða okkar, ástæður og möguleikar

– Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands

– Dr. Berglind Gísladóttir, lektor á menntavísindasviði við Háskóla Íslands: Árangur íslenskra unglinga í stærðfræði og náttúrufræði. 

– Dr. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar

– Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar

Boðið verður upp á súpu, verið öll hjartanlega velkomin!