Við viljum nána og góða samvinnu Íslands við önnur lýðræðisríki og virka þátttöku Íslendinga innan alþjóðasamfélagsins
Lykill að farsæld þjóðar felst í nánum samskiptum við aðrar þjóðir, ekki síst innan Evrópu
Alþjóðleg samvinna
Ýmis úrlausnarefni nútímans verða ekki leyst nema á alþjóðavettvangi, loftslagsmálin eru augljóst dæmi. Framtíð okkar byggir á opnum og fordómalausum alþjóðasamskiptum og viljum við að unnið verði gegn hvers kyns öfgahyggju. Ísland getur nýtt sérstöðu sína sem herlaust land og verið öflugur talsmaður friðar og samvinnu á alþjóðavettvangi.
Veldu málefni undir alþjóðamál
Sjá öll málefninVið leggjum áherslu á að Ísland vinni að mannréttindamálum á alþjóðlegum vettvangi sem málsvari friðar, mannúðar, jafnréttis og lýðræðis
Ísland á að beita rödd sinni gegn mannréttindabrotum og taka forystu í alþjóðlegri baráttu gegn fordómum, öfgum, mismunun og styðja við réttindabaráttu minnihlutahópa á alþjóðavísu. Alþjóðleg þróunarsamvinna er ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Íslendingum ber að leggja ríkulega af mörkum til að taka þátt í því alþjóðlega verkefni að draga úr hungri, fátækt, barnadauða og félagslegu ranglæti og stuðla að friði.
Samfylkingin leggur áherslu á:
- Að framlög til þróunarsamvinnu nái viðmiðum SÞ um 0,7% af vergum þjóðartekjum.
- Að sjálfbær þróun, ekki síst á sviðum sjávarútvegs og endurnýjanlegrar orku, sé jafnan í öndvegi.
- Menntun og heilbrigðismál sem mikilvægan þátt þróunarsamvinnu. Leggja þarf sérstaka áherslu á að efla konur til menntunar, atvinnu og sjálfstæðis í þróunarlöndum.
- Forgangsröðun á vinnu og fjármagni í baráttu gegn fátækt og mansali ásamt auknum mannréttindum barna, kvenna og hinsegin fólks.
- Að þróunarsamvinnustofnun Íslands verði sett á fót á ný.
