Ísland í samfélagi þjóðanna
Ísland á að reka mannúðlega utanríkisstefnu sem miðar í senn að því að styrkja stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og leggja okkar af mörkum við úrlausn þeirra risavöxnu áskorana sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.
Samfylkingin leggur áherslu á að Ísland beiti sér fyrir jöfnuði og mannréttindum um allan heim og sé alltaf málsvari friðar, mannúðar, jafnréttis og lýðræðis.
Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt og nú að alþjóðasinnar snúi bökum saman, fylki sér um grunngildi opins lýðræðisþjóðfélags og standi vörð það sem áunnist hefur í alþjóðasamvinnu frá lokum síðari heimsstyrjaldar.
Veldu málefni undir ísland í samfélagi þjóðanna
- Gegn skaðlegri skattasamkeppni
- Græn utanríkisstefna
- Ísland í samfélagi þjóðanna
- Kraftmikil þróunarsamvinna
- Samfylkingin er Evrópuflokkur
- Samstaða með kúguðum og jaðarsettum
Samstaða
Samfylkingin stendur með þjóðum sem þurfa að þola ólöglegt hernám og yfirgang stórvelda, svo sem í Palestínu, og gerir kröfu um að reglur þjóðaréttar um friðsamleg samskipti þjóða séu virtar í hvívetna. Ísland á alltaf að taka slaginn gegn mannréttindabrotum, styðja réttindabaráttu viðkvæmra hópa á heimsvísu og taka forystu í baráttu gegn fordómum og hvers kyns mismunun.