Jafnaðarstefna í efnahags- og atvinnumálum
Framsýn og ábyrg efnahagsstefna er ein af undirstöðum jafnaðarstefnunnar
Jafnaðarstefna í efnahags- og atvinnumálum
Veldu málefni undir jafnaðarstefna í efnahags- og atvinnumálum
- Atvinna
- Atvinnulíf
- Atvinnustefna
- Byggðaþróun og samgöngur
- Fjármálakerfið
- Græn uppbygging
- Hagkerfi
- Hagstjórn
- Náttúruauðlindir
- Samkeppni og viðskipti
- Skattkerfið
- Verðmætasköpun
- Vinna og velferð
- Vinnumarkaðurinn
Samfylkingin lítur á verðmætasköpun samfélagsins sem samvinnuverkefni launafólks, atvinnurekenda og hins opinbera. Við viljum að afrakstur vinnu, framleiðslu og sjálfbærrar auðlindanýtingar dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið svo enginn líði skort og allir njóti jafnra lífstækifæra.
Samfylkingin lítur á verðmætasköpun samfélagsins sem samvinnuverkefni launafólks, atvinnurekenda og hins opinbera. Við viljum að afrakstur vinnu, framleiðslu og sjálfbærrar auðlindanýtingar dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið svo enginn líði skort og allir njóti jafnra lífstækifæra. Það gerum við -
● með því að setja efnahagslegri starfsemi umgjörð og leikreglur sem tryggja að markaðir
virki í þágu fjöldans en ekki fárra,
● með réttlátu skatt- og tilfærslukerfi sem jafnar lífskjör, spornar gegn því að auður safnist
á fárra hendur og tryggir afkomuöryggi allra,
● með öflugri almannaþjónustu, velferðarkerfi og samfélagsstofnunum sem allir hafa
aðgang að og stuðla að menntun, heilbrigði, öryggi, vellíðan og velferð í víðum skilningi.