Menntun og menning er afl til félagslegs hreyfanleika og forsenda skapandi samfélags

Samfylkingin vill efla menntun á öllum skólastigum og ávallt þurfi að gæta að því að jafnrétti til náms sé tryggt á Íslandi.

Bestu skólakerfi heims eru þau sem leggja áherslu á jöfnuð þannig að félagsleg og fjárhagsleg staða nemenda hafi ekki áhrif á möguleika þeirra til góðrar menntunar.

Háskólamenntun er afl til félagslegs hreyfanleika. Nauðsynlegt er að jafnrétti til náms sé tryggt á Íslandi. Fjárhagur og félagsleg staða á ekki að koma í veg fyrir að fólk sæki sér menntun.

Samfylkingin leggur áherslu á:

  • Að tryggja að fjárhagslegt stuðningskerfi námsmanna, húsnæðiskerfi og þjónusta við nemendur innan háskólanna sé efld þannig að fjárhagur og félagsleg staða komi ekki í veg fyrir að einstaklingar sæki sér háskólamenntun og bæti þannig stöðu sína.
  • Að unnið verði að því að nemendur sem hafa annað tungumál en íslensku sem móðurmál geti stundað fjölbreytt háskólanám á Íslandi.
  • Að ríki, sveitarfélög og háskólastigið vinni saman að uppbyggingu stúdentaíbúða á og við háskólasvæðið.
  • Að unnið verði að uppbyggingu öflugs háskólasamfélags í Vatnsmýrinni, með sérstakri áherslu á uppbygginu stúdentaþorps þar sem íbúðir sem byggðar eru fyrir stúdenta ná saman í byggðarkjarna.
  • Að gerðar verði ríkari kröfur um framþróun í kennsluháttum og kennslumati háskóla.