Menntun og menning er afl til félagslegs hreyfanleika og forsenda skapandi samfélags
Samfylkingin vill efla menntun á öllum skólastigum og ávallt þurfi að gæta að því að jafnrétti til náms sé tryggt á Íslandi.
Bestu skólakerfi heims eru þau sem leggja áherslu á jöfnuð þannig að félagsleg og fjárhagsleg staða nemenda hafi ekki áhrif á möguleika þeirra til góðrar menntunar.
Veldu málefni undir mennta- og menningarmál
- Dóms- og kirkjumál
- Fjárfestum í menntun
- Háskólasamfélagið og félagslegur hreyfanleiki
- Mannréttindi í menntakerfinu
- Málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna
- Menning og listir
- Öflugir framhaldsskólar
- Öflugt æskulýðsstarf
Efla verður hlutverk LÍN sem félagslegs jöfnunarsjóðs og að styrkjakerfi lánasjóðsins gagnist ekki fyrst og fremst þeim sem betur eru settir á kostnað þeirra sem mest þurfa á styrk að halda.
Samfylkingin leggur áherslu á að:
- Styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, þar sem hluti láns fellur niður að námi loknu verði tekið upp.
- Vextir af lánum haldist lágir og ekki verði fallið frá tekjutengingu afborgana.
- Ekki verði sett takmörk á aldur lánþega.
- Útborgun lána verði mánaðarlegar greiðslur í stað eingreiðslna.
- Skilyrði um lánshæfi stúdenta verði endurskoðuð með tilliti til jafnréttis til náms.
- Frítekjumark námsmanna hækki í samræmi við launaþróun.
- Grunnframfærsla námsmanna miðist við 100% af grunnviðmiði neysluviðmiða Velferðarráðuneytisins og hún haldi í við launaþróun.
- Framfærsla íslenskra námsmanna erlendis verði endurskoðuð með það að markmiði að bæta kjör þeirra.
- Stuðningur við fjölskyldufólk í námi verði aukinn og framfærsla barna tryggð óháð námsframvindu foreldra.
- Lágmarks námsframvindu kröfur verði lækkaðar aftur í 18 ECTS einingar
- Lánasjóðnum verði tryggt fjármagn til að geta staðið undir fullnægjandi þjónustu við skjólstæðinga sína.
- Lög um Lánasjóðinn verði einungis endurskoðuð að höfðu samráði við hagsmunasamtök námsmanna.