Menntun og menning er afl til félagslegs hreyfanleika og forsenda skapandi samfélags

Samfylkingin vill efla menntun á öllum skólastigum og ávallt þurfi að gæta að því að jafnrétti til náms sé tryggt á Íslandi.

Bestu skólakerfi heims eru þau sem leggja áherslu á jöfnuð þannig að félagsleg og fjárhagsleg staða nemenda hafi ekki áhrif á möguleika þeirra til góðrar menntunar.

Samfylkingin leggur áherslu á:

  • Femíníska menntastefnu þar sem kynjafræði er fléttuð inn í námsefni á öllum skólastigum.
  • Efla geðheilbrigði í menntastofnunum landsins m.a. með því að tryggja aðgengi nemenda að sálfræðingum, félagsráðgjöfum og öðrum sérmenntuðum starfsmönnum á öllum skólastigum
    Boðið sé upp á hinsegin fræðslu í grunn- og framhaldsskólum í samstarfi við hagsmunasamtök hinsegin fólks
  • Að kynfræðsla verði efld
  • Að börnum með fötlun sé tryggð fullnægjandi aðstoð á skólatímum
  • Mikilvægt er að standa með stefnu um skóla án aðgreiningar, horfa til þeirra skóla sem gera vel í þessum efnum og veita fjárhagslega og faglegan stuðning til að þróa þessa hugmyndafræði
  • Tryggja að nemendur með annað móðurmál fái tækifæri að njóta sín til fulls á öllum skólastigum, kanna þarf sérstaklega aðgang þeirra af framhalds-og háskólamenntun.