Stjórnarfar og mannréttindi

Samfylkingin berst fyrir auknu lýðræði, valddreifingu og jafnri aðstöðu allra einstaklinga til þátttöku í ákvörðunum sem varða þá sjálfa og samfélagið allt.

Stjórnarfar og mannréttindi

Við viljum samfélag þar sem öll eru jöfn fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar, svo sem vegna fötlunar, kyns, kynhneigðar og kynvitundar, efnahags, uppruna eða stöðu að öðru leyti.

Stjórnarfar, ríkisvald og mannréttindi

Samfylkingin berst fyrir auknu lýðræði, valddreifingu og jafnri aðstöðu allra einstaklinga til þátttöku í ákvörðunum sem varða þá sjálfa og samfélagið allt.

Við viljum samfélag þar sem allir eru jafnir fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kyns, kynhneigðar, efnahags, uppruna, búsetu eða stöðu að öðru leyti. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna og öllum tryggð mannhelgi, persónufrelsi og vernd gegn ofbeldi og öðrum mannréttindabrotum. Samfylkingin gefur aldrei afslátt af þessum grundvallarkröfum siðaðs samfélags.

Almannavaldi skal beitt með hófsemd samkvæmt fyrirsjáanlegum leikreglum. Lög eiga að vera skýr, framvirk og aðgengileg og enginn skal vera háður geðþótta yfirvalda. Jafnrétti allra gagnvart ríkisvaldinu ber að tryggja með óvilhallri framkvæmd löggæslu, dómsvalds og allrar stjórnsýslu.