Umhverfismál snerta okkur öll - Sjálfbært Ísland

Samfylkingin telur mikilvægt að byggja vöxt hagkerfisins á sjálfbærri þróun, með hagsmuni almennings og umhverfisins að leiðarljósi.

Vaxtartækifæri græna hagkerfisins verði nýtt til uppbyggingar atvinnulífs og útflutnings. Ímynd Íslands á alþjóðavettvangi taki mið af þessum áherslum. Stuðlað verði að líffræðilegri fjölbreytni á sjó og landi. Sveitarstjórnarstigið verði leiðandi í framkvæmd umhverfisstefnunnar með stuðningi ríkisins.

Samfylkingin leggur áherslu á að:

• Verja auðlindir og lífríki hafsins fyrir súrnun sjávar og loftslagsvá.

• Nýting orkuauðlinda byggi á rammaáætlun og ósjálfbær nýting orku verði hindruð.

• Stefna Samfylkingarinnar um Græna hagkerfið verði leiðarvísir um aðgerðir í umhverfismálum.

• Horfið verði frá nýtingaráformum jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu.

• Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu.

Stefnan um Græna hagkerfið er fyrsta heildstæða stefnumótunin um sjálfbært, hagsælt samfélag. Henni fylgdi skýr aðgerðaáætlun og verkaskipting sem ekki hefur verið staðið við.

Samfylkingin leggur áherslu á að:

  • Ríkið verði fyrirmynd og skapi aðstæður fyrir grænt hagkerfi.
  • Hagrænum hvötum verði beitt í þágu umhverfisvænna sjálfbærra lausna.
  • Mengunarbótareglan verði grunnur að gjaldtöku.
  • Unnið verði gegn hvers kyns mengun