Umhverfismál snerta okkur öll - Sjálfbært Ísland
Samfylkingin telur mikilvægt að byggja vöxt hagkerfisins á sjálfbærri þróun, með hagsmuni almennings og umhverfisins að leiðarljósi.
Vaxtartækifæri græna hagkerfisins verði nýtt til uppbyggingar atvinnulífs og útflutnings. Ímynd Íslands á alþjóðavettvangi taki mið af þessum áherslum. Stuðlað verði að líffræðilegri fjölbreytni á sjó og landi. Sveitarstjórnarstigið verði leiðandi í framkvæmd umhverfisstefnunnar með stuðningi ríkisins.
Samfylkingin leggur áherslu á að:
• Verja auðlindir og lífríki hafsins fyrir súrnun sjávar og loftslagsvá.
• Nýting orkuauðlinda byggi á rammaáætlun og ósjálfbær nýting orku verði hindruð.
• Stefna Samfylkingarinnar um Græna hagkerfið verði leiðarvísir um aðgerðir í umhverfismálum.
• Horfið verði frá nýtingaráformum jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu.
• Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu.
Veldu málefni undir umhverfismálin
Sjá öll málefninOlíuleit og vinnsla: Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í baráttunni gegn hlýnun jarðar, skapar hættu á mengunarslysum og umhverfisógn í grennd við fiskimið okkar og verðmæta strandlengju, og myndi skaða ímynd Íslands sem miðstöðvar matvælaframleiðslu, náttúruparadísar ferðamanna og framsækins ríkis í orku- og umhverfismálum.
Samfylkingin leggur áherslu á að:
- Íslendingar lýsi því yfir að þeir hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni og ekki gefa út ný leyfi til leitar á olíu.
- Slík yfirlýsing yrði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn loftslagsvá.