Velferðarstefna Samfylkingarinnar hvílir á félagslegu réttlæti og jöfnuði.

Við viljum jafna lífskjör og tryggja öllum tækifæri til að lifa með reisn.

Samfylkingin vill samfélag umburðarlyndis og samkenndar.

Jöfnuður og góð velferðarþjónusta fyrir alla eru grunnurinn að réttlátu samfélagi sem skapar öryggi og efnahagslegan stöðugleika. Með því að tryggja öllum aðgang að heilbrigðis- þjónustu, menntun og félagsþjónustu, óháð efnahag og búsetu, dregur það úr áhrifum stéttaskiptingar og veitir fleirum tækifæri til fullrar þátttöku í samfélaginu. Velferðarkerfið byggir á réttlátri skattheimtu og ábyrgri hagstjórn.

Ráðast þarf í stórsókn gegn ofbeldi. Efla þarf löggæslu og réttargæslukerfið í landinu og fjölga þarf lögregluþjónum og rannsakendum stórlega.

Skortur á lögregluþjónum víða um land kemur niður á meðferð kynferðis-, heimilis- og annarra ofbeldisbrota. Dæmi eru um að brotaþolar þurfi að bíða í 2 – 3 ár eftir niðurstöðu mála.

Fjölgun ferðamanna hefur haft áhrif á starfsemi lögreglu síðustu ár, því að fjölga almennum lögreglumönnum við störf til að tryggja viðunandi viðbragð lögreglu við neyðarútköllum og öryggi fólksins í landinu.

Samfylkingin leggur áherslu á að:

  • Fjölga lögregluþjónum um allt land.
  • Samræma viðbrögð lögreglu og sveitafélaga við heimilisofbeldi.
  • Efla forvarnir og fræðslu til að fyrirbyggja ofbeldi.
  • Samræma móttöku þolenda kynferðis og heimilisofbeldis um allt land.
  • Efla betrunar-vist fangelsa, sem og sálfræðiþjónustu fanga. Fjölga þarf afplánunar rýmum til að tryggja að dæmdir fangar geti hafið afplánun sem fyrst.