María Hjálmarsdóttir

Kæru félagar. Ég heiti María og er veraldarvön landsbyggðarkona búsett á Eskifirði. Ég er 38 ára og er í sambúð með Jesper Sand og eigum við saman tvíburana Elly og Hjálmar sem eru 8 ára. Ég er með mastersgráðu í frumkvöðla- og nýsköpunarfræði og hef unnið síðustu ár hjá Austurbrú þar sem ég stýri stóru verkefni „Áfangastaðurinn Austurland“. Ég er einnig varaþingmaður Samfylkingarinnar fyrir Norðausturkjördæmi. Ég er stjórnarmaður hjá Byggðastofnun og einn af forstöðumönnum ADHD samtakanna á Austurlandi. Ég er orkumikil, skapandi og lausnamiðuð með mikla aðlögunarhæfni. Ég vil nýta krafta mína til að Samfylkingin vinni næstu þingkosningar. Ég kem inn með víðtæka þekkingu í byggða- og ferðamálum. Ég vil einnig nýta skapandi hugsun til að ná til aðildarfélaga um allt land og efla grasrótina til muna. Að lokum langar mig að nefna að ég vil skerpa á sérstöðu Samfylkingarinnar sem jafnaðarflokks á Íslandi með aukinni fræðslu og nýrri nálgun.