Lýðræði og vald

Valddreifing og lýðræðisumbætur

Samfylkingin berst fyrir valddreifingu og lýðræðisumbótum. Mörg slík baráttumál hafa nú þegar náð í höfn en svo lýðræði fái dafnað til lengdar þarf að standa dyggan vörð um það sem áunnist hefur og um leið huga stöðugt að umbótum.

Sjálfstæði dómstóla

Það er mikilvægt að stjórnvöld virði og standi vörð um sjálfstæði dómstóla og ákæruvalds. Að staðinn sé vörður um faglegar ráðningar í embætti og opinber störf. Að stuðlað sé að vönduðum vinnubrögðum og góðu siðferði í stjórnsýslu.

Að eftirlitsstofnunum sé gert kleift að sinna lögbundnu hlutverki sínu og fái fjárframlög í samræmi við það og að lokið verði endurskoðun lagareglna um ráðherraábyrgð og landsdóm og þau færð til nútímahorfs.