Mörg sóknarfæri fyrir Samfylkinguna

Yfir 30 prósent landsmanna telja það koma til greina að kjósa Samfylkinguna í alþingiskosningunum 29. október.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samfylkinguna.

Könnunin var gerð frá 26 júlí til 8 águst sýnir að þrátt fyrir fylgismælingar undangenginna mánaða eru fjölmargir tilbúnir að skoða með opnum hug að kjósa Samfylkinguna. Til viðbótar við þá sem telja það koma mjög sterklega til greina að kjósa, segjast yfir 22 prósent kjósenda telja það koma til greina að kjósa Samfylkinguna.

Það sýnir að sóknarfæri Samfylkingarinnar fyrir kosningar eru því fjölmörg.

Nú skiptir máli að við Samfylkingafólk brettum upp ermar og tryggjum að áherslur okkar um endurreisn heilbrigðisþjónustunnar, hærri lífeyrisgreiðslur, betri kjör barnafólks, jöfn tækifæri til menntunar, fjölbreyttar leiðir á húsnæðismarkaði og réttlátari skiptingu tekna af auðlindum, nái fram að ganga.

 

Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar: Gallup_Samfylkingin