Námskeið

Sem félagi í Samfylkingunni - Jafnaðarmannaflokki Íslands, áttu kost á að sækja námskeið á vegum flokksins og einstakra aðildarfélaga.

Eitt af verkefnum Samfylkingarinnar er að bjóða flokksfólki upp á námskeið og þjálfun.

Sem stendur eru tvö námskeið í boði. Námskeiðin eru haldin í sal Samfylkingarinnar í Sóltúni 26 eða öðru húsnæði Samfylkingarinnar vítt og breitt um landið. Einnig verður boðið upp á námskeið í fjarfundi á Zoom. Námskeiðin eru haldin mánaðarlega.

Hér fyrir neðan getur þú kynnt þér námskeiðin og skráð þig til þátttöku.

Nýliðanámskeið

fyrir nýja félaga í flokknum. Þessi fundur er u.þ.b. ein klukkustund og farið er yfir grunnhugmyndafræði jafnaðarstefnunar, uppbyggingu og skipulag flokksins og útskýrt hvar nýir félagar geta látið til sín taka, haft áhrif, unnið sem sjálfboðaliðar í kosningabaráttu o.fl.

Nýliðanámskeið

Hvað er jafnaðarstefnan?

Inngangsnámskeið um jafnaðarstefnuna, söguna, hugmyndafræðina og verkefni sem breyttar samfélagsaðstæður færa jafnaðarfólki í hendur.

Hvað er jafnaðarstefnan?