Oddný Harðardóttir

1. sæti í Suðurkjördæmi

Stærðfræði-kennarinn með stóra hjartað

Oddný var fyrsta konan í sögu Íslandstil að gegna embætti fjármálaráðherra. Það á líka vel við, enda er hún stærðfræðikennari og skólastjóri. Í Oddnýju berst jafnaðarhjarta og hún vill róttækar aðgerðri í þágu barna, fátækra og gegn loftslagsvánni.

Oddný Guðbjörg Harðardóttir er fædd og uppalin í Garðinum suður með sjó, þar býr hún enn á æskuheimilinu sem foreldrar hennar byggðu áður en hún fæddist. Hjólreiðar og langir göngutúrar veita Oddnýju ánægju utan vinnutíma. Hún ræktar garðinn sinn, spilar, leysir þrautir og gátur og er hún mikil prjónakona. Oddný var fyrsta konan sem gegndi embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Íslands.

„Hugrakkir stjórnmálamenn verða að leggja grunn að hagvexti sem er kolefnislaus, styðja umhverfisvæna vinnu sem stoð undir velferðina, vegna þess að hlýnun jarðar er ógn sem verður stöðugt áþreifanlegri og ágengari,“ segir Oddný, sem leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, og bætir við að á norðurslóðum séu áhrifin þrisvar sinnum meiri en annars staðar. „Hamfarahlýnun spyr ekki um landamæri og engin þjóð getur lýst yfir hlutleysi í stríðinu við hana.“

Stöndum í lappirnar gegn stundargróða

Oddný telur að stærstu vandamál heimsins verði aðeins leyst með aukinni alþjóðlegri samvinnu, hvort sem þau snúa að baráttunni gegn fátækt, ójöfnuði eða loftslagsvá. „Það þarf kjarkmikla stjórnmálamenn til að leiða róttækar aðgerðir,“ segir hún og bætir við að unga fólkið krefjist þess að stjórnmálamenn leiði breytingar sem virka. „Þeirra er framtíðin – en aðeins ef við stöndum í lappirnar gegn stundargróða og sérhagsmunum og tökum stór græn skref fyrir börnin okkar og barnabörn.“

Hugrakkir stjórnmálamenn verða að leggja grunn að hagvexti sem er kolefnislaus, styðja umhverfisvæna vinnu sem stoð undir velferðina, vegna þess að hlýnun jarðar er ógn sem verður stöðugt áþreifanlegri og ágengari.

Oddný G. Harðardóttir 1. sæti í Suðurkjördæmi

Vill beita sér fyrir börnin

Það er ekki aðeins hamfarahlýnun sem er ógn við framtíð barna á Íslandi. Tölur frá Rannsókn og greiningu benda til þess að fleiri en 13 þúsund börn verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Sum hver daglega. „Afleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi sem barn eru margfaldar á við fullorðna,“ segir Oddný og vill beita sér fyrir því að stjórnvöld hætti að taka þátt í feluleiknum með því að standa ekki fyrir fullnægjandi eftirliti. 

Fjölskyldur í forgang

„Ég vil vinna af krafti að því að heilbrigðisþjónusta verði ókeypis, að sett verði ný stjórnarskrá, að arðurinn af auðlindum skili sér til okkar allra og lífvænlegu umhverfi til komandi kynslóða.“ Oddný telur að verkefni Samfylkingarinnar sé að styrkja stöðu ungs fólks, barnafjölskyldna, aldraðra og öryrkja. „Ójöfnuð sem birtist í óréttlátri skattastefnu og aukinni gjaldtöku í heilbrigðis- og menntakerfinu þarf að stöðva strax.“

Úr fjölskyldualbúminu...

  • Dekrar barnabörnin
    Ég er mjög góð amma - blíð og góð. Og ég reyni aldrei að ala þau upp; bara dekra þau og nýt þess að vera með þeim. Sá yngsti er þriggja og sá elsti á fimmtánda ári.
  • Kjölturakki upp á 35 kíló.
    Tinna verður átta ára í haust. Stundum er verð ég svo ógeðslega þreytt á henni, því það er hár úti um allt og sandur frá stórum loppum. En hún dregur fram í mér einhverja útrás fyrir umhyggju. Og dregur okkur auðvitað líka út!
  • Hjólar um alla Evrópu
    Á hjóli kynnist þú landinu með allt öðrum hætti og nýtur náttúrunnar betur. Þú kemst í betri tengsl við umhverfið og upplifir söguna. Svo er bara gott að hreyfa sig og vera úti í góðu veðri.

Nokkrar laufléttar...

  • Spila á píanó og spái í spil.

  • Hún væri heimilisleg samloka úr fjölkorna brauði, með grænmetissósu, skinku, fullt af tómötum, gúrku, papriku og feitum osti. Holl og góð. 

  • Í því að vera með fólkinu sem maður elskar og gefa með sér.

Æviágrip

Uppvaxtarárin

Oddný Guðbjörg Harðardóttir er fædd og uppalin í Garðinum suður með sjó, þar býr hún enn á æskuheimilinu sem foreldrar hennar byggðu áður en hún fæddist. Oddný er dóttir Harðar Sumarliðasonar rennismiðs og Agnesar Ástu Guðmundsdóttur verslunarmanns en þau skildu þegar Oddný var 12 ára gömul og eru bæði látin. Þegar hún var tveggja ára flutti fjölskyldan að Gufuskálum á Snæfellsnesi þar sem faðir hennar vann við Lóranstöðina. Hún var í 7 ára bekk á Hellisandi en kláraði skyldunámið í Gerðaskóla í Garði. Oddný stundaði einnig píanónám við Tónlistarskólann í Keflavík. 

Námsferill

Eftir skyldunám lá leiðin í landspróf vestur á Núpi í Dýrafirði og þaðan til Reykjavíkur þar sem Oddný lauk stúdentsprófi 1977 frá Kennaraháskóla Íslands. Oddný lauk B.Ed gráðu frá KHÍ árið 1980 með stærðfræði og eðlisfræði sem sérgreinar og viðbótarnámi í stærðfræði til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi frá Háskóla Íslands 1991. Þá lauk hún MA gráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá sama skóla árið 2001.

Starfsferill

Oddný hóf kennsluferilinn að Laugalandsskóla í Holtum haustið 1980, þá 23 ára gömul og kenndi við þann skóla í þrjú ár. Þaðan lá leiðin í kennslu við Myllubakkaskóla í Keflavík en hóf síðan störf sem stærðfræðikennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja haustið 1985. Veturinn 1993-1994 bjó hún á Akureyri og kenndi stærðfræði við MA. Haustið 1994 var hún ráðin aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja og sinnti því starfi til vors 2003. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir skólastjórnendur. Þar má nefna setu í stjórn Sambands iðnmenntaskóla 1994–1999, stjórn samstarfsnefndar atvinnulífs og skóla 1995–1998. Oddný var formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum 2002–2003 og sat í stjórn Kennarasambands Íslands á sama tíma. 

Haustið 2003 var hún fengin til að leiða  stefnumótun fyrir menntamálaráðuneytið  og vann í ráðuneytinu til vors 2006, þó með hléi árið  2005 þegar hún gegndi starfi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Stjórnmálaferill

Það var svo vorið 2006 sem pólitískur ferill Oddnýjar hófst. Nokkrar konur í Sveitarfélaginu Garði hittust yfir kaffibolla til að ræða hvaða breytingar þær vildu sjá á bænum eftir sveitarstjórnarkosningar. Úr varð þverpólitískt framboð með konum í meirihluta þar sem Oddný var oddviti og bæjarstjóraefni N listans. Og N listinn vann kosningarnar, fengu fjóra menn af sjö í bæjarstjórn. Eftir langa umhugsun og mikla hvatningu alls staðar úr Suðurkjördæmi ákvað Oddný að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar 2009 og bauð sig fram í 2. sæti listans. Hún fékk það sem hún sóttist eftir, sagði skilið við bæjarstjórastólinn og settist á þing. Hún hefur verið oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi frá kosningum 2013.

Oddnýju hefur verið falið að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. Hún var  formaður menntamálanefndar og var fyrsta konan sem varð formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hún var einnig fyrsta konan til að gegna embætti fjármála- og efnahagsráðherra en meðfram því embætti var hún iðnaðarráðherra um tíma. Oddný hefur verið þingflokksformaður, varaforseti Norðurlandaráðs, verið í verkefnisstjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni og situr í þjóðaröryggisráði. Hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar 2016 en ákvað að stíga til hliðar eftir aðeins tæplega fimm mánuði í því hlutverki.

Fjölskylduhagir

Oddný er gift Eiríki Hermannssyni fyrrverandi fræðslustjóra Reykjanesbæjar og eiga þau dæturnar Ástu Björk og Ingu Lilju. Barnabörnin eru fjögur; Tómas Ingi, Jökull Kári, Þorbjörg Eiríka og Oddþór Guðni Bergmann. Labradortíkin Tinna er gæludýr heimilisins.