Páll Valur leiðir Samfylkinguna í Grindavík

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Grindavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26.maí var kynntur í dag. Listinn er fjölbreyttur en á honum má sjá ný andlit í bland við mikla reynslu. Páll Valur Björnsson kennari og varaþingmaður leiðir listann og í öðru sæti er Marta Sigurðardóttir bæjarfulltrúi og síðan í þriðja sæti kemur nýr inn Alexander Veigar Þórarinsson kennari og knattspyrnumaður. Hópurinn er spenntur fyrir baráttunni sem framundan er.

„Grindavík er öflugt samfélag sem stendur frammi fyrir miklum áskorunum og við viljum gera gott samfélag betra.“  Segir Páll Valur oddviti listans.

Listinn í heild sinni:

1. Páll Valur Björnsson, kennari og varaþingmaður

2. Marta Sigurðardóttir, viðskiptastjóri og bæjarfulltrúi

3. Alexander Veigar Þórarinsson, kennari og knattspyrnumaður

4. Erna Rún Magnúsdóttir, nuddari

5. Sigurður Enoksson, bakarameistari

6. Bergþóra Gísladóttir, framleiðslustjóri

7. Björn Olsen Daníelsson flugvirki

8. Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari

9. Siggeir F. Ævarsson, upplýsinga- og skjalafulltrúi

10. Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir, bakari og konditor

11. Benedikt Páll Jónsson, stýrimaður

12. Ingigerður Gísladóttir, leikskólakennari

13. Hildur Sigurðardóttir, eldri borgari

14. Sigurður Gunnarsson, vélstjóri