Sigfús Ómar Höskuldsson

Sæl öll, kæru félagar og vinir.

 Ég heiti Sigfús Ómar og er jafnaðarmaður, búinn að vera þáttakandi í starfi okkar góða flokks núna sl 2 ár. Ég hef líka setið fyrir hönd flokksins íbúaráði sl 2 ár hér í borg. Ég er á því að allt starf, grasrótarstarf sé mikilvægt og verði að fá að þróast. 

Núna er flokkurinn okkar kominn á mjólkubúðaaldur, hann er 20 ára og kominn á fullorðinsaldur. Því stigi þarf að fylgja þroskaskref, skref til að bæta innviðina og efla grasrótina enn betur

Þeir sem þekkja til þjónandi forrystu, vita að þá er hlutverk þeirrar að styðja við þá standa í öndivegi og efla þá sem vilja taka næstu skref, til frekari verka og vaxtar.

Ég lít á hlutverk þeirrar sem skipa framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar einmitt það, að styðja við grasrótin beint, ásamt því að laga það í okkar innviðum sem þarfnast viðhalds.

Í öllu hópastarfi er það mín skoðun að liðsheild og sköpun hennar sé lykilatrið til frekari árangurs. Stundum þarf að yfirstíga hindranir til að liðsheildin náist sem best, stundum má ræða málin en stundum tekur hópurinn saman erfiða ákvörðun, liðsheildinni til heilla

Ég hef trú á því að ég geti nú lagst á árarnar til að hjálpa mínu liði, Samfylkingunni, til frekari árangurs sem öflugur liðsmaður

Þess vegna langar mig að bjóða mína krafta fram í Framkvæmdarstjórn flokksins á     næsta landsfundi þann 6-7 nóvember n.k

Vonandi á ég þinn stuðning til góðra verka í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar.

Áfram Samfó.

 Sigfús Ómar Höskuldsson.