Sigrún Einarsdóttir

Ég sækist hér með eftir ykkar umboði í flokksstjórn Samfylkingarinnar.

Í dag vinn ég sem verkefna- og viðburðastjóri Samfylkingarinnar, en ég hóf störf í upphafi árs.

Á mínum yngri árum vann ég mörg mismunandi störf sem gáfu mér góða innsýn í samfélagið t.d. sem aðstoðarkona á sambýli, í sjálfstæðri búsetu og býtibúri barnaspítala Hringsins.

Eftir útskrift úr fjölmiðlafræði frá HA snéri ég mér að listum og menningu og starfaði framan af mest á þeim vettvangi m.a. á Listahátíð í Reykjavík, RIFF og í Norræna húsinu. Einnig stundað ég nám í menningarstjórnun við háskólann á Bifröst.

Ég bjó í Osló á árunum 2010 – 2016 þar sem ég stundaði námi í fjölmiðlafræði við Oslóarháskóla og vann í sendiráði Íslands í Osló. Þar sinnti ég meðal annars borgaraþjónustu fyrir Íslendinga búsetta í Noregi og Egyptaland, Grikkland, Íran og Pakistan umdæmislöndum sendiráðsins.

Þegar ég flutti aftur heim vann ég í Norræna húsinu í fjögur ár og var í ýmsum verkefnum, þar á meðal sem verkefnastjóri Norðulandanna í fókus sem er upplýsingadeild hjá Norrænu ráðherranefndinni og Norðulandaráði.

Ef ég ætti að lýsa mér í stuttu máli þá myndi ég segja að ég sé nautnaseggur á listir og menningu og norrænt nörd.

Ég tók við sem formaður Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu í sumar og hef mjög gaman af að taka þátt í því að efla norrænt samstarf.

Ég brenn fyrir jöfnuð í samfélaginu og að allir hafi tækifæri til að dafna í velferðarsamfélagi á Íslandi.

Ég vona að þið eigið öll góðan landsfund og ég hlakka til áframhaldandi öflugar samstöðu í Samfylkingunni!