Sigrún Skaftadóttir

Sæl öll!
Ég heiti Sigrún Skaftadóttir og er 32 ára, og býð mig fram í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Ég er fyrst og fremst femínist, dýravinur og umhverfissinni og passa því fullkomlega inn í jafnaðarstefnuna.
Ég er búsett í miðbæ Reykjavíkur ásamt unnusta mínum og dóttur okkar.
Ég vinn hjá Opna háskólanum og Skema í Háskólanum í Reykjavík þar sem ég sé um stafræna markaðssetningu og framleiðslu á stafrænu námsefni.
Í venjulegu árferði er ég einnig plötusnúður og hef starfað við það frá árinu 2011.
Ég gegni embætti formans Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar og hef gert síðastliðin 2 ár og fer því brátt að ljúka þar sem ég mun ekki gefa aftur kost á mér.
Ég hef verið í hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir flokkin síðan ég var 18 ára.
Formaður Rannveigar(ungir jafnaðarmenn í Kópavogi). Alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna, stjórnarmaður í Kvennahreyfingunni og nú forman.

Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur jafnaðarmönnum og langar mig að taka þátt í þeirri vegferð ég bið ykkur því kæru félagar að velja í mig flokkstjórn. Gerum þetta saman!