Sigurður Orri Kristjánsson

Sæl öll

Ég heiti Sigurður Orri Kristjánsson og bý í Reykjavík. Ég segi samt að ég sé frá Stykkishólmi og Hólmavík,
enda bjó ég á þessum stöðum fyrstu 20 ár ævinnar með vetrarhléum á Menntaskólaárunum á Akureyri. Ég er stjórnmálafræðingur og meistaranemi í tölfræði og starfa á Stuðlum

Ég sat í framkvæmdastjórn ungra jafnaðarmanna 2012-2013 og í miðstjórn aðeins síðar. Þá hef ég líka setið í stjórn Hallveigar UJR.
Ég var í 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í síðustu kosningum. 

Ég er að sækja eftir sæti í flokkstjórn Samfylkingarinnar vegna þess að ég vil gjarnan hafa áhrif á stefnu flokksins fyrir næstu kosningar.
Ég hef mestann áhuga á menntamálum, velferðarmálum, sanngjörnum vinnumarkaði og sanngjörnu skattkerfi. Vonandi hafið þið mig í huga þegar þið kjósið í flokksjórn.

Sigurður Orri Kristjánsson