Fangelsismál

Áhersla á betrunarvist

Leggja á áherslu betrunarvist fanga í stað refsivistar, með því að m.a. efla menntun fanga og draga þannig úr líkum á endurteknum afbrotum. Mikilvægt er að hlúa að aðstandendum fanga en nú er hvorki fyrir hendi fagleg aðstoð við aðstandendur né aðstaða fyrir þá í fangelsunum.

Geðheilbrigði fanga

Skapa þarf úrræði innan fangelsis- eða heilbrigðiskerfisins vegna vistunar geðsjúkra fanga. Setja á fram löggjöf um sáttamiðlun sem jafnan valkost til úrlausnar ágreiningi í einkamálum og viðskiptadeilum samhliða dómstólum og úrskurðarnefndum á vegum stjórnvalda.