Útrýmum kynferðisofbeldi

Vitundarvakning hefur orðið um kynferðisofbeldi á síðustu misserum með hinni svokölluðu Beauty tips byltingu, frelsun geirvörtunar og druslugöngunni en slíkt ofbeldi er þó ennþá alltof algengt í okkar samfélagi. 

Útrýmum kynferðisobeldi

Það þarf að vera forgangatriði nýrrar ríkisstjórnar að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi í samstarfi við skóla, heilbrigðisþjónustuna, lögreglu og dómstóla. Ráðast þarf í aðgerðir gegn mansali á Íslandi, styðja betur fjárhagslega við aðgerðir grasrótarsamtaka og auka fræðslu. Huga þarf sérstaklega að aðgerðum gegn kynferðislegri misnotkun á börnum og gegn stafrænu kynferðisofbeldi.

Fylgjum góðu fordæmi

Mikilvægt er að fara nýjar leiðir í baráttunni gegn ofbeldi og fylgja ætti fordæmi Reykjavíkurborgar sem tekið hefur upp nýtt verklag og sett þýðingarmikið fjármagn til baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi. Styrkja þarf réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis samkvæmt lögum og efla lögregluna og félagsþjónustuna með því samræma verklagsreglur um land allt. Mikilvæga fyrirmynd er að finna í samvinnu lögreglu og félagsþjónustu á Höfuðborgarsvæðinu. 

Kynferðislegt áreiti  á ekki að viðgangast í okkar samfélagi og Samfylkingin vill vinna gegn því með markvissum hætti á öllum stigum samfélagsins.