Gott Ísland, þar sem fólki líður vel og getur verið gott hvert við annað

 • Gjaldfrjálsa opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla
 • Öflugt atvinnulíf og nýsköpun í sátt við náttúruna
 • Stórsókn gegn ofbeldi – höfum hátt!
 • Mannúð, ábyrgð og framsýni í málefnum flóttafólks, á alþjóðavettvangi og gegn loftslagsvá

Stórauknum framlögum var lofað til heilbrigðisþjónustu, vegagerðar og löggæslu í síðustu kosningabaráttu. Um 86 þúsund manns skrifuðu undir áskorun um að endurreisa heilbrigðiskerfið. Fráfarandi stjórnarflokkar lofuðu að setja þessi mál í algjöran forgang en ekkert hefur verið gert með þennan vilja þjóðarinnar. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er þjónusta við sjúklinga á spítölum skorin niður en útgjöld aukast vegna starfsemi einkafyrirtækja.

 • Höfnum einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og leggjum höfuðáherslu á að bæta heilbrigðisþjónustu í opinberri eigu.
 • Lækkum heilbrigðiskostnað fólks verulega og auðvelda aðgengi að sálfræðiþjónustu.
 • Aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum og á heilsugæslustöðvum landsins – 100 nýir sálfræðingar um allt land.
 • Ráðumst í átak í geðheilbrigðismálum og heilsueflingu almennt.
 • Ráðumst í átak gegn ofbeldi.
 • Tökum á móti fleiri flóttamönnum og vöndum móttöku hælisleitenda, sérstaklega barna.
 • Stóraukum fjárfestingu í vegagerð með fjármögnun samgönguáætlunar.
 • Tökum markviss skref til þess að standa við skuldbindingar okkar í baráttunni gegn hlýnun jarðar og súrnun sjávar.
 • Flýtum orkuskiptum í samgöngum með skipulagi og hleðslustöðvum um allt land.