Betra líf um allt land

Samfylkingin beitir sér markvisst fyrir auknum byggðajöfnuði og vill byggja upp sterka almannaþjónustu um land allt ásamt öruggum samgöngum og fjarskiptum. Tryggja þarf að landsmenn hafi raunhæft val um ólíka búsetukosti. Þá þarf að styrkja innviði, ekki síst í heilbrigðis-, velferðar-, og menntakerfinu. Bæta verður stuðning við nýjar stoðir í atvinnulífinu, hugvit, nýsköpun, alþjóðageirann og skapandi greinar, og stuðla markvisst að metnaðarfullri grænni uppbyggingu um land allt.

Hvað ætlar Samfylkingin að gera í Norðausturkjördæmi?

Velferð:

 • Greiða allan ferðakostnað innanlands vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu
 • Ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðisþjónustu um land allt
 • Styðja við og auka þjónustu við fólk af erlendum uppruna til að efla samfélag fjölmenningar
 • Stuðla að því að Sjúkrahúsið á Akureyri verði háskólasjúkrahús
 • Efla og þróa áfram Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað

Mennta- og menningarmál:

 • Auka stuðning við menningarmiðstöðvar og styrkja menningarhlutverk Akureyrar
 • Tryggja framhaldsskólum, Háskólanum á Akureyri og háskólaútibúinu á Austurlandi nauðsynleg fjárframlög og styðja við svæðisbundið hlutverk þeirra

Atvinnumál:

 • Byggja nýsköpunarklasa í helstu þéttbýliskjörnum, í samvinnu við heimafólk, þar sem frumkvöðlar, fyrirtæki og stofnanir fá aðstöðu og stuðning
 • Stórefla hlutverk Akureyrar sem svæðisborgar sem styrkir nærliggjandi svæði sem og samkeppnishæfni landsins alls
 • Alvöru aðgerðir í loftslagsmálum m.t.t. eðli ólíkra byggða landsins
 • Auka fjárframlög til sóknaráætlana í samvinnu við öll ráðuneyti og heimafólk
 • Vinna markvisst í uppbyggingu ferðamannastaða og markaðssetningar á þeim
 • Leggja áherslu á beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll
 • Efla þjónustu á Austurlandi m.a. með nauðsynlegum samgöngubótum
 • Byggja upp Landlínu, heildstætt almenningsvagnanet svo að það verði raunhæfur kostur fyrir fólk að ferðast um Ísland án einkabíls