Sveinn Arnarsson

Kæri félagi 

Sveinn Arnarsson heiti ég, 36 ára, og býð fram krafta mína í flokkstjórn Samfylkingarinnar því mig langar að vinna fyrir jafnaðarstefnuna með öðru Samfylkingarfólki. Ég er kvæntur þriggja barna faðir, búsettur á Akureyri en sleit barnskónum í Hafnarfirðinum.  

Ég bý yfir nokkurri reynslu af félagsstörfum fyrir jafnaðarmenn síðustu tvo áratugi. Ég hef bæði setið í stjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem og Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði og á Akureyri. Einnig sat ég í stjórn UJ í upphafi aldarinnar. Að auki hef ég setið í ráðum og nefndum bæði á Akureyri og í Hafnarfirði fyrir breiðfylkingu jafnaðarmanna.  

Ég er með B.A. próf í samfélags- og hagþróunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og á lítið eftir til að klára M.A. próf í rannsóknartengdum félagsvísindum við sama skóla. Starfa ég nú sem sérfræðingur hjá Skattinum, embætti ríkisskattstjóra.  

Ég óska eftir stuðningi þínum því mig langar að vera þátttakandi og leggja mín lóð á vogarskálarnar að framgangi jafnaðarstefnunnar. Það er bjargföst trú mín að með vináttu og samvinnu náum við að búa til jarðveg svo allir fái notið sín og rækt hæfileika sína. Við eigum möguleika á að breyta íslensku samfélagi til hins betra og langar mig að aðstoða flokkinn í þeirri vegferð næstu misseri.