Sveitarstjórnir

Sveitarstjórnir 2017-09-26T12:19:30+00:00

Samfylkingin í Reykjavík

Samfylkingin er í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ásamt Pírötum, Bjartri framtíð og Vinstri grænum. Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar eru 5: Dagur B. Eggertsson borgastjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hjálmar Sveinsson, Magnús Már Guðmundsson og Skúli Helgason.

XS Reykjavík á Facebook

Samfylkingin í Kópavogi

Samfylkingin er í minnihluta í Kópavogi. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru tveir: Ása Richardsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson.

XS Kópavogi á Facebook

Samfylkingin í Hafnarfirði

Samfylkingin er í minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Bæjarfulltrúar flokksins eru þrír: Adda María Jóhannsdóttir, Gunnar Axel Axelsson og Margrét Gauja Magnúsdóttir.

XS Hafnarfirði á Facebook

Samfylkingin á Akureyri

Samfylkingin er í meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar ásamt Framsókn og L-lista. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru tveir: Dagbjört Pálsdóttir og Sigríður Huld Jónsdóttir.

Samfylkingin í Reykjanesbæ

Samfylkingin er í meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar ásamt Beinni leið og Frjálsu afli. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru tveir: Friðjón Einarsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

XS Reykjanesbæ á Facebook

Samfylkingin í Garðabæ

Samfylkingin er í minnihluta í bæjarstjórn Garðabæjar með einn bæjarfulltrúa, Steinþór Einarsson.

XS Garðabæ á Facebook

Samfylkingin í Mosfellsbæ

Samfylkingin er í minnihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Bæjarfulltrúarnir eru tveir: Anna Sigríður Guðnadóttir og Ólafur Ingi Óskarsson.

XS Mosfellsbæ á Facebook

Samfylkingin í Árborg

Samfylkingin er í minnihluta í bæjarstjórn Árborgar. Bæjarfulltrúar flokksins eru tveir: Eggert Valur Guðmundsson og Arna Ír Gunnarsdóttir.

XS Árborg á Facebook

Samfylkingin á Akranesi

Samfylkingin er í minnihluta í bæjarstjórn Akraness. Bæjarfulltrúar flokksins eru tveir: Ingibjörg Valdimarsdóttir og Valgarður Lyngdal Jónsson.

XS Akranesi á Facebook

Samfylkingin á Seltjarnarnesi

Samfylkingin er í minnihluta í bæjarstjórn Seltjarnarness. Bæjarfulltrúar flokksins eru tveir: Margrét Lind Ólafsdóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson.

XS Seltjarnarnesi á Facebook

Fréttir úr sveitarfélögunum

Flokksval 2018 í Reykjavík

Nú styttist í flokksvalið vegna borgarstjórnarkosninganna! Kynningarfundur með frambjóðendum fer fram í Iðnó, laugardaginn 3. febrúar kl. 17-19. Fjórtán öflugir frambjóðendur gefa kost á sér. Á kynninarfundinum munu þau Oddný Sturludóttir og Þórarinn Eyfjörð spyrja þau [...]

By | 31. janúar 2018|Categories: Fréttir, Sveitarstjórnir|Slökkt á athugasemdum við Flokksval 2018 í Reykjavík

Rekstur Reykjavíkurborgar fram úr björtustu vonum – skuldir halda áfram að lækka

Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var jákvæð um ríflega 3,6 milljarða króna. Niðurstaðan er 2,5 milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir. Skuldir borgarinnar hafa lækkað um 41 milljarð á kjörtímabilinu. Fjárfest í [...]

By | 31. ágúst 2017|Categories: Fréttir, Sveitarstjórnir|Slökkt á athugasemdum við Rekstur Reykjavíkurborgar fram úr björtustu vonum – skuldir halda áfram að lækka

Tillaga um kvöld- og næturstrætó samþykkt – „Þetta snýst um jöfnuð“

Á stjórnarfundi Strætó í dag var samþykkt að framlengja aksturstíma strætisvagna til kl 01 á kvöldin og innleiða næturakstur um helgar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Strætó og varaformaður Samfylkingarinnar, lagði fram tillöguna fyrir hönd [...]

By | 25. ágúst 2017|Categories: Fréttir, Sveitarstjórnir, Uncategorized|Slökkt á athugasemdum við Tillaga um kvöld- og næturstrætó samþykkt – „Þetta snýst um jöfnuð“

Róttæk, félagslega þenkjandi og stórhuga húsnæðisstefna

Að minnsta kosti 6250 íbúðir verða byggðar í Reykjavíkurborg á næstu 5 árum. Þetta kemur fram í drögum að húsnæðisáætlun borgarinnar, sem kynnt var í ráðhúsinu í gær. Áhersla verður á að auka framboð lítilla og [...]

By | 5. apríl 2017|Categories: Fréttir, Sveitarstjórnir|Slökkt á athugasemdum við Róttæk, félagslega þenkjandi og stórhuga húsnæðisstefna

Borgin opnar ungbarnadeildir og fjölgar leikskólaplássum

Reykjavíkurborg ætlar að bæta þjónustu við foreldra með ung börn. Aðgerðir þess efnis voru samþykktar í borgarráði í síðustu viku. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir unnið að því að bæta vinnuumhverfi starfsfólks leikskólanna, [...]

By | 3. apríl 2017|Categories: Fréttir, Sveitarstjórnir|Slökkt á athugasemdum við Borgin opnar ungbarnadeildir og fjölgar leikskólaplássum

Fundaherferð í Reykjavík

Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar og flokksfélögin í Reykjavík eru að hefja mikla sókn og fjölga spennandi fundum fram á sumar. Fyrsti fundurinn er í næstu viku og mun Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mæta á hann og fara yfir stöðu mála [...]

By | 24. febrúar 2017|Categories: Fréttir, Sveitarstjórnir|Tags: |Slökkt á athugasemdum við Fundaherferð í Reykjavík