Þórarinn Snorri Sigurgeirsson

Þórarinn Snorri heiti ég og er fráfarandi ritari Samfylkingarinnar, auk þess að vera fyrrverandi formaður , varaformaður og fræðslustjóri Ungra jafnaðarmanna. Ég er líka annar tveggja trúnaðarmanna flokksins, hef kennt í skóla jafnaðarmanna og setið í laganefnd og allskonar. Ég er sumsé búinn að vera innsti koppur í búri Samfylkingarinnar síðustu tvö og hálft ár, og verið í einhverjum virkum sjálfboðaliðastörfum fyrir flokkinn síðustu sjö og hálft ár. Nú ætla ég að stíga aðeins til hliðar, en þó ekki langt, aldrei langt, og óska eftir stuðningi við framboð mitt til flokksstjórnar, þar sem ég vonast til að geta haldið áfram að gera flokknum eitthvað gagn. 

Mín áherslumál eru femínismi og lýðræðisumbætur, ekki síst baráttan fyrir nýrri stjórnarskrá.