Upplýsingar fyrir kjósendur í Reykjavík

Flokksvalið fer fram helgina 12. - 13. febrúar

Kjörseðill hér: https://innskraning.island.is/?id=outcomesurveys.com

Upplýsingar um frambjóðendur hér: https://xs.is/frambjodendur-i-flokksvali-i-reykjavik-2022

Upplýsingar fyrir kjóendur hér: https://xs.is/upplysingar-fyrir-kjosendur-i-reykjavik

Hver eiga kosningarétt?

Þau eiga kosningarétt sem:

  • Hafa náð 16 ára aldri á seinni valdegi, 13. febrúar 2022 og
  • eru með lögheimili í Reykjavík og eru annað hvort:
    skráðir félagar í Samfylkingunni - jafnaðarmannaflokki Íslands eða
    skráðir stuðningsaðilar Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Ísland
  • og uppfyltu þessi skilyrði föstudaginn 4. febrúar 2022 kl. 23:59.

Hvenær er kosið?

Rafræna kosningakerfið er opið frá laugardegi 12. febrúar kl. 08:00 til sunnudags 13. febrúar kl. 15:00.

Búast má við því að úrslit flokksvalsins verði tilkynnt síðdegis eða snemma kvölds sunnudaginn 13. febrúar.

Hvernig er kosið?

Kosningin fer fram rafrænt á xs.is. Kjósandi skráir sig inn í kosningakerfið með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Kjósandi fyllir út kjörseðilinn með því að raða frambjóðendum í 1. til 6. sæti. Kjósandi skal að lágmarki raða í fjögur sæti. 

Til að skila auðum seðli hakar kjósandi í reitinn „Skila auðu“.  

Kjósandi getur breytt atkvæði sínu allt þar til kosningu lýkur. Þá gildir síðast greidda atkvæðið.

Eigi kjósandi í vandræðum með kosningakerfið, þar á meðal með að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli, getur hann haft samband við kjörstjórn með tölvupósti [email protected] eða í síma 414-2200.

Kjörstjórn stödd á skrifstofu Samfylkingarinnar að Sóltúni 26, 105 Reykjavík, á laugardaginn kl. 09-20 og á sunnudaginn kl. 09-15. Þar getur kjörstjórn tekið við kjósendum sem þurfa á aðstoð að halda við kosningu, t.d. ef ekki hefur tekist að leysa úr vandkvæðum við að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli með öðrum hætti.

Námsmenn á Norðurlöndum 

Námsmenn á Norðurlöndum, sem áður áttu lögheimili í Reykjavík, geta kosið í flokksvalinu. Sama gildir um maka, sambúðarmaka og börn þeirra, sem dveljast með þeim í viðkomandi landi. 

Þau sem óska eftir að vera bætt á kjörskrá, samkvæmt þessari heimild, geta sent inn beiðni þess efnis. Með beiðni skal fylgja staðfesting á skólavist. Kjörstjórn tekur við beiðnum af þessu tagi allt til loka kjörfundar. Beiðni ásamt staðfestingu á skólavist, skal send með tölvupósti á [email protected]

Beiðni um að vera bætt á kjörskrá jafngildir ekki skráningu sem félagi í Samfylkingunni - jafnaðarmannaflokki Íslands eða sem stuðningsaðili hennar. Þannig verða aðeins þau tekin á kjörskrá sem voru rétt skráð í flokkinn eða sem stuðningsaðili hans fyrir skráningarfrest, föstudaginn 4. febrúar kl. 23:59.

Þá felur beiðni um að vera bætt á kjörskrá í flokksvalinu ekki í sér að viðkomandi eigi þá sjálfkrafa kosningarétt í borgarstjórnarkosningunum sjálfum. Þjóðskrá Íslands afgreiðir slíkar umsóknir og skulu þær hafa borist 36 dögum fyrir kjördag. Sjá hér: https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/kjorskra/namsmenn-a-nordurlondum/

Kæra sig á kjörskrá

Telji kjósandi sig eiga kosningarétt en er ekki á kjörskrá getur hann sent kjörstjórn beiðni um að vera tekinn á kjörskrá (kæra sig á kjörskrá). Þetta t.d. átt við um námsmenn á Norðurlöndunum sem áður áttu lögheimili í Reykjavík eða vegna villu í lögheimilisskráningu.

Til þess að kæra sig á kjörskrá skal senda inn erindi þess efnis til fylla út þetta eyðublað. og senda á með tölvupósti á [email protected]

Kjörstjórn mun afgreiða kærur á kjörskrá á reglulegum fundum á kjördögum og munu kærendur fá skilaboð um úrskurð á sinni kæru eins fljótt og auðið er.

Erlendir ríkisborgar

Kosningaréttur í flokksvalinu er óháður ríkisfangi. 

Þau sem uppfylla skilyrðin um að vera félagi í Samfylkingunni - jafnaðarmannaflokki Íslands eða stuðningsaðili hennar, hafa lögheimili í Reykjavík og eru orðin 16 ára eiga kosningarétt í forvalinu, óháð ríkisfangi.  

Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis

Samkvæmt reglum um flokksvalið eiga félagar í Samfylkingunni - jafnaðarmannaflokki Íslands og stuðningsmenn hennar sem ekki eru með lögheimili í Reykjavík við lok skráningarfrests, föstudaginn 4. febrúar kl. 23:59, ekki kosningarétt í flokksvalinu. (Eina undanþágan varðar námsmenn á Norðurlöndum, sem áður er getið.)