Vala Ósk Ólafsdóttir

Ég heiti Vala Ósk Ólafsdóttir, er 38 ára,  gift og  móðir þriggja barna á aldrinum 11- 18 ára.  

Fjölskylda mín flutti í Reykjanesbæ fyrir ári síðan frá Reykjavík þar sem ég er fædd og uppalin.

Síðastliðið sumar lauk ég BA prófi í félagsráðgjöf og stunda nú MA nám til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Áður hafði ég lært bæði til sjúkraliða og félagsliða.  Ég hef starfað við hvoru tveggja á Íslandi og í Danmörku þar sem  við fjölskyldan bjuggum um nokkurra ára skeið. 

Ég brenn fyrir fjölskyldu- og velferðarmálum sem að mínu mati eru mikilvægustu mál okkar jafnaðarmanna.  Ég hef fylgst með flokksstarfi innan Samfylkingarinnar af hliðarlínunni undanfarin ár. Áhugi minn hefur aukist jafnt og þétt á að taka beinan þátt í starfi innan flokksins með því öfluga og góða fólki sem  þar er og  nýta þannig þekkingu mína og krafta til að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar og flokksins. Þess vegna býð ég mig fram til setu í flokksstjórn.