Seltjarnarnes: Aðalfundur og undirbúningur fyrir landsfund
Samfylkingarfélagið á Seltjarnarnesi verður með aðalfund miðvikudaginn 16. október kl. 20:00 í Vallarhúsi Vivaldivallar. Eftir hefbundin aðalfundarstörf er svo málefnafundur um stefnudrög Samfylkingarinnar sem liggja fyrir landsfundi.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar
- Kosninga í stjórn
- Kynning á stefnudrögum
- Val á landsfundarfulltrúum
- Önnur mál
Á fundinum gefst ykkur tækifæri til að koma með breytingatillögur sem félagsfundurinn kýs svo um. Hljóti tillögur meirihluta á fundinum verða þær sendar til stjórnar og verða til umræðu og afgreiðslu á landsfundi. Tillögur sem ekki hljóta meirihluta á fundinum geta einstaklingar sent frá sér í eigin nafni til stjórnar, eigi síðar en 17. október kl. 23.59.
Aðeins tillögur sem berast fyrir þennan tíma, 17. okt. kl. 23.59, verða til umfjöllunar á landsfundi. Ekki verður hægt að bera upp nýjar tillögur í málefnanefndum á landsfundi.
Vinsamlegast notið sniðmátið til að senda inn breytingatillögur.
Tillögurnar sem félagsfundurinn samþykkir verða svo birtar á heimasíðunni þar sem öllum gefst tækifæri til að kynna sér þær fyrir landsfundinn.