60+ Reykjavík Spjallkaffi með Ágústi Ólafi

Gestur okkar á síðasta reglulegum fundi 60+ í Reykjavík, verður Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður. Hann mun fjalla um fjárlögin og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar og misskiptingu í samfélaginu.  Án efa verður rætt um hvernig komið verður til móts við þarfir eldri borgara og öryrkja. Erindi Ágústs Ólafs hefst kl. 11, en við byrjum eins og venjulega á spjalli klukkan 10.

Það verður heitt á könnunni eins og venjulega og meðlætið á sínum stað.
Allir eru velkomnir.

Hlökkum til að sjá þig!