Aðalfundur Samfylkingarinnar í Kópavogi

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Kópavogi verður haldinn í Hlíðasmára 9, mánudaginn 26. mars n.k. kl. 20
Dagskrá er sem hér segir:
1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar og nefnda fyrir liðið starfsár eftir því sem við á
3. Áritaðir reikningar fyrra árs lagðir fram til umræðu og samþykktar
4. Breytingar á samþykktum
5. Kjör stjórnar
6. Kjör félagslegra skoðunarmanna reikninga
7. Kjör uppstillinganefndar
8. Kjör í nefndir og ráð á vegum félagsins
9. Önnur mál.
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarsetu eða sem skoðunarmann reikninga eða vilja tilnefna þriðja aðila eru beðnir um að senda póst þar um á netfangið [email protected].
Engar breytingatillögur hafa borist vegna samþykkta félagsins og verða því engar. skv. lið 13.3 í samþykktum félagsins.

13.3 Tillögur að breytingum á samþykktum skulu hafa borist stjórn fyrir 20. janúar og skulu sendar með aðalfundarboði.