Aðalfundur sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands

Aðalfundar sveitastjórnarráðs Samfylkingarinnar verður haldinn í hádegishléi á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Hljómahöllinni laugardaginn 7. mars.

Sveitastjórnarráð Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands, skal skipað öllu því fólki sem kjörið er sem aðalmenn f.h. Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í sveitastjórnir í landinu í sveitastjórnarkosningum hverju sinni. Fulltrúar af sameiginlegum framboðslistum eiga þar þó einungis sæti ef þeir eru félagar í Samfylkingunni – jafnaðarmannaflokki Íslands.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1.  Setning
  2. Skýrsla formanns sveitastjórnarráðs Péturs Hrafns Sigurðssonar
  3. Ávarp varaformanns Samfylkingarinnar Heiðu Bjargar Himisdóttur
  4. Aukin samvinna og samráð sveitastjórnarfulltrúa. Samstarf sveitastjórnarfulltrúa og flokksins.
  5. Kosning formanns, ritara og gjaldkera
  6. Kosning tveggja varamanna
  7. Önnur mál

Þeir sveitastjórnarfulltrúar sem hafa áhuga á að taka sæti í stjórn eða sæti varamanna eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu flokksins Karen eða Gerðu s. 414 2200 eða netfangið [email protected]

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
f.h. sveitarstjórnarráðs
Pétur Hrafn