Vorfundur flokksstjórnar - Leiðbeiningar um tillögur og ályktanir

Vorfundur flokksstjórnar verður haldinn laugardaginn 7. mars í Hljómahöllinni, Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbæ.

Á fundinum verður áhersla lögð á stefnumótun og samtal innan flokksins.
Nánari dagskrá auglýst þegar nær dregur.

Við hlökkum til að sjá þig!

Hér getur þú sett daginn í rafrænt dagatal

Flokksstjórnarfundir eru opnir öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum, við hvetjum alla áhugasama til að mæta og taka virkan þátt í flokksstarfinu. Einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn hafa þó atkvæðisrétt á fundinum.

Hér fyrir neðan má finna leiðbeiningar um hvernig bera á upp tillögur  og ályktanir á fundinum.

Leiðbeiningar um tillögur

Leiðbeiningar um tillögur sem bera á upp á flokksstjórnarfundi 7. mars.

Tillögur og ályktanir þurfa að berast undirritaðar, tveimur vikum fyrir flokksstjórnarfundinn, það er að segja fyrir lok dags,  laugardaginn 22. febrúar. Þær skulu vera skriflegar, undirritaðar og studdar af ekki færri en 5 fundarmönnum að tillöguflytjendum meðtöldum.

Undirskriftunum þurfa tillöguflytjendur að safna sjálfir og koma á skrifstofuna, í Ármúla 6, 108 Reykjavík, fyrir klukkan 16 föstudaginn 21. febrúar eða senda afrit af gögnunum rafrænt á[email protected] fyrir lok dags, laugardaginn 22. febrúar.

Hægt er að undirrita tillögur rafrænt ef undirritunin er á viðkomandi tillögu, skönnuð inn og send úr netfangi viðkomandi flokksfélaga á [email protected]
Hér fyrir neðan eru úrdrættir úr lögum Samfylkingarinnar og fundarsköpum flokksstjórnar.

Lög Samfylkingarinnar: 

7.08 Ályktunartillögur fyrir reglulega flokkstjórnarfundi skv. grein 7.06, sem aðrir flytja en stjórn eða framkvæmdastjórn, skulu hafa borist a.m.k. tveimur vikum fyrir boðaðan fund og skulu kynntar á heimasíðu flokksins og eftir föngum í viðeigandi málefnanefndum hans. (Eigi síðar en laugardaginn 22. febrúar).

Fundarsköp flokksstjórnar: 

1.5 Fundir flokksstjórnar eru opnir öllu félagsfólki Samfylkingarinnar sem njóta skal málfrelsis, tillöguréttar og kjörgengis en ekki atkvæðisréttar sbr. þó grein 1.6.Framkvæmdastjórn getur kallað til flokksstjórnarfundar, ef hún telur ástæðu til, þar sem einungis til þess bærir fulltrúar hafa seturétt. Skrá um atkvæðisbæra flokksstjórnarfulltrúa skal liggja frammi hjá fundarstjóra.

5.0 Tillögur og atkvæðagreiðsla 5.1 Engar tillögur sem aðrir en stjórn og/eða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar flytja um mál á reglulegum flokksstjórnarfundi, skv. grein 7.09 í lögum flokksins, skv. boðaðri dagskrá er hægt að bera upp til atkvæða sem ályktun fundarins nema þær hafi borist framkvæmdastjórn a.m.k. tveimur vikum fyrir boðaðan fund og að þeim hafi verið dreift skriflega til fundarmanna.

5.4 Allar tillögur sem bornar eru fram af öðrum en stjórn eða framkvæmdastjórn skulu vera skriflegar, undirritaðar af tillöguflytjendum og skriflega studdar af ekki færri en 5 fundarmönnum að tillöguflytjendum meðtöldum. Ekki er heimilt að taka tillögu til umræðu fyrr en fundarstjóri hefur lýst henni.