Ný framkvæmdastjórn kjörin

Sex aðalmenn og sex varamenn voru kjörnir til setu í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar á landsfundi 2025.
Kjör framkvæmdastjórnar fer fram á hverjum landsfundi, til tveggja ára. Framkvæmdastjórn starfar undir stjórn formanns, Katrínar Júlíusdótturr, sem kjörin var í embættið í gær.
Framkvæmdastjórnin er mikilvægur hluti flokksstarfs Samfylkingarinnar, en hún stýrir málefnum flokksins í umboði landsfundar og flokksstjórnar.
Aðalmenn í framkvæmdastjórn
Hildur Rós Guðbjargdóttir, Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Sindri S. Kristjánsson, Eyrún Fríða Árnadóttir og Stein Olav Romslo
Varamenn í framkvæmdastjórn
Arnór Heiðar Benónýsson, Vilborg Oddsdóttir, Magnea Marinósdóttir, Kjartan Valgarðsson, Haraldur Þór Jónsson og Ágúst Arnar Þráinsson