Landsfundur 27.-28. október 2017

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 27.-28. október í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Landsfundur er opinn öllum flokksfélögum Samfylkingarinnar með málfrelsi og tillögurétti.

Aðildarfélögum ber að kjósa kjósa atkvæðisbæra fulltrúa úr hópi félagsmanna sinna. Ef þú hefur áhuga á að fara á landsfundinn og taka þátt í starfi Samfylkingarinnar sem fulltrúi félagsins þá skaltu endilega hafa samband við þitt aðildarfélag til að gerast landsfundarfulltrúi en kosningu fulltrúa á landsfundinn lýkur eigi síðar en 4. október n.k.

 

Mikilvægar dagsetningar í undirbúningi landsfundar

Fimmtudaginn 31. ágúst verður tillaga að stefnumótun Samfylkingarinnar byggð á starfi málefnanefnda send aðildarfélagum til umfjölllunar.

Miðvikudaginn 13. september 45 dögum fyrir landsfund rennur frestur út til að krefjast formannskjörs í allsherjaratkvæðagreiðslu.

Fimmtudaginn 14. september er í síðasta lagi hægt að skila inn tillögum til breytinga á lögum flokksins. Breytingatillögum skal skilað inn til skrifstofu flokksins Hallveigarstíg 1, eða á netfangið gerda@samfylking.is.

Fimmtudaginn 28. september eiga formenn aðildarfélaga að skila niðurstöðum/tillögum félagsfunda eftir umfjöllun þeirra um málefnatillögurnar til solveig@samfylking.is  Sama dag rennur út frestur til að skila tillögum að ályktunum frá aðildarfélögum eða einstökum félagsmönnum sem fjalla á um á landsfundi 2017 til solveig@samfylking.is.

Fimmtudaginn 5. október eiga listar yfir fulltrúa aðildarfélaga á landsfundi að liggja fyrir lögum samkvæmt.

Fimmtudaginn 19. okt. rennur út frestur til að skila formannsframboði  inn til framkvæmdastjórnar til gerda@samfylking.is.